Kæra veður

Kæra íslenska veður.  Ég tek til baka sumt af því versta sem ég hef sagt um þig.

Þú ert ekki mesta og viðbjóðslegasta drasl í heimi og þú ert ekki orsök alls ills á þessu landi.  Ef þú værir bara oftar einsog þú ert í dag, þá gæti ég hugsanlega tekið þig í einhvers konar sátt.

Kveðja,
Einar Örn

Palace of Soviets

Þegar ég var í Moskvu fyrir nokkrum árum fór ég meðal annars á [Kropotkinskaya](http://www.answers.com/topic/kropotkinskaya) lestarstöðina. Sú lestarstöð er fræg fyrir það að vera eini hlutinn, sem eftir lifir af Palace of Soviets byggingunni. Sú bygging átti á sínum tíma að vera hæsta bygging í heimi. Ég verð að játa það að það er eitthvað stórkostlega heillandi við hugmyndina að þeirri byggingu:

Palace of Soviets átti að hýsa þing Sovéta og átti byggingin að sýna styrk Sovétríkjanna (hún átti að vera hærri en Empire State) og efst á henni átti að tróna 100 metra há stytta af Lenín. Byggingin var hins vegar misheppnuð þar sem að Moskvuáin flæddi yfir byggingasvæðið og gerði það ómögulegt að hefjast handa.

Það er eitthvað magnað við hugmyndirnar að þessari byggingu. Svipuð hugmyndafræði er svo að baki [Ryugong hótelsins](http://skyscraperpage.com/cities/?buildingID=177) í Pyongyang, en það er engin bygging í heimi, sem mig langar að sjá meira en þá byggingu. Það er eitthvað skringilega heillandi á bakvið geðveikina við þá byggingu.

(Egill Helga á víst heiðurinn að því að [minna](http://www.visir.is/article/20070423/SKODANIR02/70423070/1078) mig á þessa byggingu)

Ég…

* … hata þennan auðkennislykil. Hann hefur einstakt lag á að vera í öðru herbergi en ég þau 2-3 skipti sem ég þarf að komast inná fyrirtækjabankann á hverjum degi. Minn lykill er líka að detta í sundur, þar sem að gúmmíið er dottið af honum
* … erað fíla nýju Arcade Fire og Modest Mouse diskana.
* … trúi því ekki að RÚV ætli að sýna frá þessum Alþingis umræðum
* … þoli ekki þá staðreynd að veðurfréttatímar séu á sama tíma á Stöð 2 og RÚV. Það þykir mér vera mikil grimmd, því leiðinlegra sjónvarspefni er ekki hægt að finna.
* … er með hausverk.

Jólakort

Jólakortið sem ég sendi til fjölskyldu minnar í Caracas, Venezuela þann 2. janúar var að berast þeim núna, **7 vikum** seinna.

Ég held að Hugo Chavez sé ekki alveg að standa sig í stykkinu hvað varðar póstburðarmál.

Bílastæðakvabb

Ég tel mig nú ekki vera mikið fyrir það að kvarta yfir því sem miður fer hjá öðru fólki í þessu þjóðfélagi. Þó er til sá þjóðfélagshópur, sem fer í taugarnar á mér. Það er fólk sem kann ekki að leggja í stæði. Eða öllu heldur fólk sem virðist ekki gera sér grein fyrir því að hvar það leggur getur haft áhrif á **annað fólk**.

Það virðist vera sérstaklega algengt meðal jeppaeigenda að þeir telja sig hafa einhvern guðdómlegan rétt til að leggja einsog þeim sýnist – og þess vegna að taka tvö stæði fyrir fína bílinn sinn.

Þar sem ég er vanalega í Kringlunni svona tvisvar á dag og legg bílnum mínum líka í miðbænum nánast daglega þá verð ég ítrekað var við þetta. Í Kringlunni í dag tók ég smá rúnt um starfsmannastæðin. Ákvað að taka myndir frá staðnum þar sem ég lagði að staðnum þar sem ég labbaði inní sjálfa Kringluna.

Í dæmi eitt sýnir bílstjórinn til vinstri hvernig á EKKI að leggja í stæði. Menn eiga ekki að leggja yfir hvítu línuna, heldur halda sig innan línanna. Bílstjórinn til hægri (ÉG!) sýnir hvernig á að gera þetta:

Á næstu mynd sjáum við annað dæmi um þetta:

Þessi mynd skýrir sig sjálf

Og að lokum er það KLASSÍSKT dæmi um jeppaeiganda sem tekur sér tvö stæði. Viðkomandi leggur það langt frá súlunni til hægri að það er ómögulegt m.a.s. fyrir smábílaeiganda einsog mig að leggja í stæðið vinstra megin.

Óþolandi!

Ok, þetta var meinhorn dagsins. Næst mun ég hringja inn á Útvarp Sögu. 🙂

EJ

Ég er ennþá að baksa við að komast yfir þá staðreynd að fyrsta frétt í fréttatíma Stöðvar 2 áðan var um það að Elton John væri að spila í afmæli hjá forstjóra Samskipa.

**HVERJUM ER EKKI SAMA?**

Ég næ ekki almennilega þessum auðmannafréttum, sem stanslaust dynja á okkur. Hvað varðar okkur um það hvort að Elton John eða Duran Duran séu að spila í einkapartýjum hjá ríkum Íslendingum? Á þetta að ala á öfund hjá okkur sem var ekki boðið eða hvað? Eiga fréttir ekki að snúast um eitthvað sem okkur varðar? Af hverju eru slúðurfréttir komnar inní alvöru fréttatíma? Er ekki nóg að lesa um þetta í Séð & Heyrt?

Þessu laugardagskvöldi ætla ég að eyða í leti, sem sætir tíðindum miðað við dagskrá undanfarinna helga. Sem minnir mig á að ég þarf eftir einhverjum leiðum að redda mér VIP korti á Vegamótum. Um síðustu helgi eyddi ég næstum því klukkutíma (eða mér fannst það allavegana vera nærri klukkutími) í biðröð þar fyrir utan og var sú bið farinn að hafa veruleg áhrif á líkamshita minn, enda ég bara í þunnum leðurjakka.

Ég er búinn að stunda þennan stað í fokking 5 ár, borða þarna oft í mánuði og enda þarna alltaf þegar ég djamma.

*For The Widows In Paradise, For The Fatherless In Ypsilanti* með Sufjan er æðislegt lag. Já, og ég [drap Flappie](http://www.flickr.com/photos/einarorn/362903651/).

Áramót

Þetta Áramótaskaup var fokking snilld!

Ég sat í Garðabænum með rúmlega sextugu íhaldsfólki, sem fannst skaupið ekki fyndið. Það kom mér svosem ekkert sérstaklega á óvart.

Ekki eins mikil snilld er sú staðreynd að ég drakk eitthvað heimabrugg í partýi í gær. Mér er ennþá óglatt og langar að æla. Að ég skuli ekki hafa ælt í leigubílnum í gær er lítið og fallegt kraftaverk. Djöfulsins óþverri.

Álíka ósniðugt er að setja Liverpool leik klukkan 1 á nýársdag svo ég þurfi að vakna svona snemma. Pepto bismol og Excedrin virðist lítið gagn gera akkúrat núna. Það sem maður leggur á sig til að horfa á fótbolta.

**Uppfært (17:30)**: Mig langar enn að æla.

Jólakveðjur

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Þá er ég búinn að sannfæra sjálfan mig um að allt sé í lagi í vinnunni minni og get því sagt að jólin séu að byrja. Ég næ mér aldrei í neitt sérstakt jólaskap vikurnar fyrir jól, þar sem það að eiga veitingastað í Kringlunni gerir mig alltaf frekar stressaðan fyrir jólin.

Svo erfiður var þessi jólaundirbúningur í ár að ég komst ekki einu sinni í að skrifa jólakort í tæka tíð. Er rétt að byrja á þeim núna á Þorláksmessukvöld. Þannig að nema þú sért svo heppin/n að hitta mig í dag eða á morgun, þá færðu jólakort frá mér eftir jól. 🙂

En allavegana til allra, sem lesa þessa síðu: Gleðileg jól!!!

Vodka

Samkvæmt [fréttatilkynningu](http://www.egils.is/egils/is/frettir/breytingar_a_afengisgjaldi_munu_valda_storhaekkun_a_afengisverdi_og_auka_tekjur_rikissjods_verulega._0_248597.news.aspx) frá Ölgerðinni mun lítrinn af Smirnoff vodka kosta 5.410 krónur eftir breytingar á áfengislögum í mars.

Ég endurtek. Einn líter af vodka á **FIMMÞÚSUNDFJÖGURHUNDRUÐOGTÍU KRÓNUR!**

Þetta finnst mér ekki fyndið. Verða Sjálfstæðismenn ekki ánægðir fyrr en maður er alveg hættur að drekka? Djöfulsins neyslustýring og forsjárhyggja hjá þessum svokallaða hægriflokki.

([via Kratabloggið](http://nykratar.blog.is/blog/kratabloggid/))