Sumaruppboð seinni hluti – DVD og Xbox

Ok, hérna er seinni parturinn af þessu uppboði mínu. Ég er að selja þessa hluti í einum pakka. Þannig að allt sem er á hverri mynd er selt saman. Ég vil losna við þetta allt, þannig að lágmarksboð í alla hlutina er 500 kall (nema íslenski DVD pakkinn). Uppboðið endar kl 20 á föstudagskvöld!

Continue reading Sumaruppboð seinni hluti – DVD og Xbox

Sumaruppboð – Canon EOS 20D myndavél og linsa!

Vegna flutninga (skrifa um þá síðar), þá er ég að selja eitthvað af dótinu mínu (það er það sem ég hef ekki selt á uppboðum undanfarin ár.

Uppboðinu hefur fylgt alls kyns basl, þannig að núna vil ég selja hluti í færri en stærri einingum. Þetta er annars vegar myndavél og svo hins vegar DVD / Xbox leikir. Þetta verður ekki merkilegt, en ég ætla samt að gefa allt sem ég fæ til góðgerðarmála. Það verður hægt að bjóða í hlutina fram á föstudagskvöld og fólk verður að sækja hlutina á laugardaginn. Uppboðinu lýkur kl 20 á föstudagskvöld.

Ok, fyrst er það semsagt Canon EOS 20 D myndavél. Hún er með 18-55 mm linsu. Þetta er frábær vél fyrir langflesta, en ég er nýbúinn að kaupa mér aðra vél. Vélin er 3 ára gömul og í nokkuð góðu ástandi, þótt hún hafi vissulega ferðast víða. Á Flickr síðunni minni geturðu séð slatta af myndum, sem ég hef tekið með þessari vél, þar með talið allar myndirnar frá Mið-Austurlöndum (Sýrland og Líbanon) (og hérna geturðu séð myndir sem að aðrir hafa tekið með henni). Hérna eru allar tækniupplýsingarnar um vélina.

Hérna er mynd af vélinni. Með henni fylgir taska og hleðslutæki

Mér finnst sanngjarnt verð vera allavegana 20.000 krónur.

Einnig er ég að selja 50 mm linsu. Hún er mjög nýleg og þetta er verulega góð linsa. Hentar sérstaklega vel í aðstæður þar sem það er lítil birta.

Mér finnst sanngjarnt verð vera allavegana 10.000 krónur.

Einnig ætla ég að gera eina lokatilraun til að selja ATV sjónvarpið mitt. Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní geysmlu hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í þrjú fjögur ár. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 100 krónur.

Einsog áður, þá setjiði bara ykkar boð í komment við þessa færslu!

Uppboði að ljúka

Jæja, síðasta hluta uppboðsins lýkur í dag.  Ég er búinn að senda einhverjum email varðandi hlutina.  Ég ætla að hafa opið hús hjá mér milli jóla og nýárs þar sem fólk getur sótt hlutina.  Ef hins vegar einhver þarf hlutina **fyrir jól**, endilega sendið mér póst á einarorn@gmail.com – annars getiði sótt þetta milli jóla og nýárs.

Uppboð 2007: Út að borða

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Þá er það síðasti hluti uppboðsins þetta árið.

Ég ætla að bjóða upp nokkrar máltíðir á Serrano og Síam. Ég ætla að bjóða upp nokkur gjafabréf frá hvorum stað. Semsagt fyrirtækið okkar Emils leggur til gjafabréfin og allt verðmæti gjafabréfanna rennur óskipt til Oxfam.

Ég er að leggja til nokkur eintök af sama hlutnum, svo að ég mun selja þetta til þeirra 5 sem bjóða hæst (í tilfelli Síam) og þeirra 10 sem bjóða hæst í tilfelli Serrano.

* * *

Síam: Gjafabréf uppá 5.000 krónur. Þetta er útað borða á Síam, sem er taílenskur veitingastaður í Dalshrauni í Hafnarfirði. 5.000 krónur dugar fyrir mat fyrir 2 með drykkjum. Ég ætla að bjóða upp 5 slíka pakka.  Lágmarksboð er 2.000 krónur.

Serrano: Gjafabréf fyrir 2 burrito og gos eða 2 quesadilla og gos á Serrano. Ég ætla að bjóða upp 10 slíka pakka.  Verðmætið á þessum pakka er 1.858 krónur.  Lágmarksboð er 1.000 krónur

Uppboði lýkur klukkan 23.59 á föstudaginn

Uppboð 2007: Dót

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Ég var spurður hvort ég ætlaði að bjóða upp hlut, sem seldist ekki í fyrra og ákvað því að skella þessu inn.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð.

At-At

Ég fékk At-At í gjöf frá mömmu og pabba þegar ég var lítill og man að sjaldan eða aldrei hef ég verið jafn glaður. At-At ið er í ágætu ástandi, en alls ekki fullkomnu. Það virka ekki lengur byssurnar sem einu sinni virkuðu og ég hef leikið mér mikið með það.

Þetta hefur persónulegt gildi fyrir mig og því er lágmarksboð 3000 kall.

Uppboði lýkur á föstudag, 21.des kl 23.59

Uppboð 2007: Vín

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Einsog í fyrra, þá voru þau hjá Ölgerðinni svo indæl að gefa mér tvær vínflöskur.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð.

Grand Marnier Lounge Box

Sjá mynd af flöskunni hér. Ekki til í ÁTVR, en aðrar Grand Marnier eru á yfir 4 þúsund.

Masi Amarone

Sjá mynd af flöskunni hér. Kostar í ÁTVR um 3 þúsund.

Lágmarksboð er 1.000 krónur og uppboði lýkur á fimmtudag 20.des klukkan 23.59.

Uppboð 2007: Ný Francis Francis kaffivél

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Einsog í fyrra, þá voru þau hjá Danól svo indæl að gefa mér glænýja og flotta FrancisFrancis espresso kaffivél til að bjóða upp.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð. Hérna eru það geisladiskar og bækur, sem eru boðnar upp. Enn eru eftir til dæmis vínflöskur, gjafabréf á veitingastöðum og e-ð fleira.

Þetta er glæný og algjörlega ónotuð vél. Enn í kassanum.

Lágmarksboð er 10.000 krónur og uppboði lýkur á fimmtudag 20.des klukkan 23.59.

Uppboð 2007: Geisladiskar og bækur

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Og þá er það þriðji hlutinn af uppboðinu mínu árið 2007 til styrktar börnum í Mið-Ameríku.

Sjá nánar um uppboðið [hér](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46//)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð. Hérna eru það geisladiskar og bækur, sem eru boðnar upp. Enn eru eftir til dæmis vínflöskur, kaffivél, gjafabréf á veitingastöðum og e-ð fleira.

Geisladiskar

Ég er latur, þannig að ég ákvað að setja suma diskana saman í pakka. Lágmarksboð 300 kall. Diskarnir eru í mismunandi ástandi.

  • Latino pakki (Cartel de Santa – Cartel de Santa, Caifanes – La Historia, Akwid – Proyecto Akwid, Molotov – Dance and dense denso)
  • Hip-Hop (Cypress Hill – Unreleased and revamped, Wu-Tang – Forever 2cd, Beastie Boys – Paul’s Boutique, NWA – Niggaz4Life
  • R.E.M. pakki (Up, New adventures in hi-fi, Monster
  • Random pakki 1 (Wyclef Jean – THe ecleftic, Papa Roach – Infest, Live – Throwing Copper, Ben Folds – Ben Folds Live, Better than Ezra – Friction Baby)
  • Random pakki 2 (Alice in Chains – 3 legged dog, Massive Attack – Mezzanine, John Lennon – Imagine, Roger Waters – Pros and cons of hitchiking)
  • Battles – Mirrored
  • Benni Hemm Hemm – Kajak
  • Jens Lekman – Oh, you’re so silent
  • Maná – Amar es combatir
  • Trentemöller – The last resort
  • Jose Gonzalez – Veener
  • Sigur Rós – Recycle Bin
  • Ampop – Sail to the moon
  • Sverrir Stormsker – Best af því besta

Bókapakkar

Ég seldi þessa bókapakka í fyrra, en þeir voru aldrei sóttir. Lágmarksboð 1.000 krónur

  • Stephen King pakki ( Úr álögum (Rose Madder),Umsátur (Cujo), Visnaðu (Thinner), Eldvakinn (Firestarter), Bókasafnslöggan (The Library Policeman)
    Flóttamaðurinn (Running Man) – vantar kápu, Háskaleikur (Gerald’s Game), Furðuflug (The Langoliers), Örlög (Dolores Claiborne), Duld (The Shining) – vantar kápu
  • Íslensk knattspyrna 1981-1993

Þessu uppboði lýkur á miðvikudagskvöld 19.des kl 23.59

Uppboð 2007: Xbox 360 leikir og DVD diskar

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Jæja, þá er það annar hlutinn af uppboðinu mínu árið 2007 til styrktar börnum í Mið-Ameríku.

Sjá nánar um uppboðið [hér](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46//)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð. Núna eru það Xbox 360 leikir og DVD diskar, sem eru boðnir upp.

XBOX 360 leikir

Þessir leikir eru allir í fullkomnu ástandi. Lágmarksboð 1.000 krónur

  • Ghost Recon Advanced Warfighter 2
  • FIFA 2006 World Cup
  • Call of Duty 2
  • Splinter Cell Double Agent
  • Rainbow Six Vegas (lygilega skemmtilegur leikur!)

Auk þess eru tveir Xbox leikir (lágmarksboð 500 krónur)

  • Farcry Instincts
  • Halo 2

DVD diskar

Þessir DVD diskar eiga allir að vera í nokkurn veginn fullkomnu ástandi. Lágmarksboð 500 krónur

  • The Daily Show Indecision 2004 (3 diska safn)
  • Citizen Kane
  • Casino Royale
  • Star Wars 1 The Phantom Menace
  • Bowling for Columbine
  • Saving Private Ryan
  • Yes Minister (1.sería) (diskur smá rispaður)
  • Twin Peaks Season 1 (USA kerfi og pakki smá hnjaskaður)

Uppboðinu lýkur á þriðjudagskvöld (18.des) kl 23.59