« Ebay | Aðalsíða | Rosaleg vika »

Tónleikar á Íslandi

maí 03, 2000

Ég var að pæla í því um daginn af hverju það koma svo sjaldan almennilegar hljómsveitir til Íslands. Hérna í Chicago hef ég farið á allmarga tónleika og voru þeir flestir haldnir í sölum, sem eru ekki stærri en Laugardalshöllin.

Reyndar voru tónleikar með Metallica og Rage against the Machine, sem ég fór á með um 35.000 áhorfendum, en flestir tónleikarnir hafa aðeins verið með um 3-5.000 áhorfendum.

Ég fór t.d. fyrir tveim vikum á tónleika með Oasis og Travis, þar sem voru um 3.000 áhorfendur. Það þarf enginn að segja mér að það yrði erfitt að fylla Laugardalshöllina með þessum sveitum.

Eins fór ég á Smashing Pumpkins þar sem voru um 5.000 manns. Wyclef Jean spilaði fyrir um 2000 manns og sama gerðu Method Man/Redman. Manic Street Preachers spiluðu á smá klúbbi enda þekkir enginn þá hérna.

Málið er að ég trúi því ekki að það væri erfitt að fylla Laugardalshöllina með þessum sveitum. Hvernig stendur þá á því að til að mynda í fyrra voru engir almennilegir stórir tónleikar á Íslandi?

Einar Örn uppfærði kl. 22:28 | 176 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (2)


bara svo þú vitir þá eru KORN búnir að spila hér,METALLICA eru að spila í dag,PIXIES bráðlega,G-UNIT bráðlega,PINK bráðlega og BLINK 182 bráðlega,,svo það er nóg af hljomsveitum handa þer,en eg var bara að grinast því eg se að þetta er orðið 4 ára gamalt :-)

* sendi inn - 04.07.04 14:16 - (Ummæli #1)

Jamm, það er greinilega að einhver hefur lesið þessa færslu mína og ákveðið að bæta úr þessum málum :-)

Einar Örn sendi inn - 04.07.04 17:00 - (Ummæli #2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?