« maí 06, 2000 | Main | maí 10, 2000 »

Gagnrýni á Liverpool

maí 08, 2000

Það er ekki oft, sem ég gagnrýni liðið mitt, Liverpool en nú er nóg komið. Fjórir leikir án þess að skora mark. Og það með framherja, sem eru sennilega samanlagt virði um 40-50 milljónir punda. Hvað er að?

Menn gera ekkert jafntefli á móti Southampton. Það er bara ekki hægt. Og svo er nýji búningurinn líka miklu ljótari en sá gamli. Hann er þó ekki eins slæmur og varabúningurinn hjá Manchester United, sem er eins og ljót náttföt.

79 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Liverpool

Gagnrýni á Liverpool

maí 08, 2000

Það er ekki oft, sem ég gagnrýni liðið mitt, Liverpool en nú er nóg komið. Fjórir leikir án þess að skora mark. Og það með framherja, sem eru sennilega samanlagt virði um 40-50 milljónir punda. Hvað er að?

Menn gera ekkert jafntefli á móti Southampton. Það er bara ekki hægt. Og svo er nýji búningurinn líka miklu ljótari en sá gamli. Hann er þó ekki eins slæmur og varabúningurinn hjá Manchester United, sem er eins og ljót náttföt.

79 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Liverpool

Lottó

maí 08, 2000

Ég spilaði í Lottóinu um helgina. Vinningurinn var 230 milljónir dollara. Ég keypti miða fyrir 2 dollara. Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi ekki unnið.

27 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Heimsókn

maí 08, 2000

Þetta er búin að vera góð helgi. Pabbi og Októ bróðir minn voru hérna Í Chicago í viðskiptaferð. Við Hildur gistum á hótelinu, sem þeir voru á. Herbergið okkar var stærri en íbúðin okkar. Ég held að það segi nokkuð mikið um íbúðina okkar. Í gærkvöldi borðuðum við í Signature Room, sem er á 95. hæð í Hancock byggingunni, sem var geðveikt.

Í dag fórum við í McCormick place, þar sem FMI matvörusýningin var haldin. Við eyddum deginum þar og var það nokkuð áhugavert.

85 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33