« Havana | Aðalsíða | Allavegana... »

(Ó)heppni

júlí 15, 2000

Það hefur löngum fylgt mér að lið, sem ég held með, eru alveg afskaplega óheppin. Góð dæmi þess eru Stjarnan í handbolta og Liverpool í fótbolta. Þegar NBA deildin var sem vinsælust fyrir nokkrum árum hélt ég með Boston Celtics, sem aldrei unnu neitt, en hataði Chicago Bulls. Á hverju ári hélt ég með nýju og nýju liði í úrslitunum, Portland, Utah, Phoenix, en alltaf unnu Bulls og ég svekkti mig alveg ofboðslega. Ég flutti svo til Chicago í fyrra og viti menn, ég byrjaði að halda með Bulls og er það nú svo komið að mér er bara mjög annt um þetta lið. En núna geta þeir auðvitað ekki neitt. Ég veit ekki af hverju ég er að fylgjast með íþróttum, því ég verð alltaf bara fyrir stöðugum vonbrigðum.

Ég var núna að lesa á vefsíðu Chicago Tribune, að Tracy McGrady ætli að fara til Orlando og verði þar ásamt Grant Hill. Ég skil þessa menn ekki, því Orlando er ömurlega leiðinleg borg. "Gerviborg", einsog Phil Jackson kallaði hana, þar sem það eina, sem fólk gerir er að hanga í verlsunarmiðstöðvum. Af hverju í ósköpunum komu þessir menn ekki til Chicago?? Nú vona ég bara að Eddie Jones komi frá Charlotte. Þá ætti Chicago að geta byggt upp ágætislið.

Einar Örn uppfærði kl. 14:53 | 211 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?