« Annars... | Aðalsíða | Fedex »

Boltinn

október 09, 2000

Ég var að koma heim frá Champaign, þar sem ég er búinn að vera síðan í gær að keppa í fótbolta. Við komum þangað um klukkan 3 og voru þá 10 mínútur í fyrsta leik, sem var á móti University of Iowa. Við gátum því ekkert hitað upp, en það kom ekki að sök, þar sem við unnum leikinn 4-0. Ég lék frammi og skoraði eitt mark með hjólhestaspyrnu.

Annars fórum við með heil ósköp af færum. Í dag spiluðum við svo við Western Michigan og unnum þá 2-0 en í síðasta leiknum töpuðum við 5-2 fyrir Indiana State. Það var rosalegur leikur, því dómarinn, af einhverjum ástæðum, dæmdi af mark, sem ég skoraði. Leikurinn varð frekar grófur, enda fannst leikmönnum Indiana einkar gaman að sparka í okkur, sérstaklega mig og Dave, sem var með mér frammi. En ég meina hei, þetta var ágæt helgi.

Einar Örn uppfærði kl. 00:46 | 145 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?