« 5-0 | Aðalsíða | Smashing Pumpkins »

Kappræður

október 19, 2000

Annars var ég að horfa á kappræðurnar milli Bush og Gore á þriðjudaginn. Það er alveg makalaus að Bush skuli hafa forskot í baráttunni. Al Gore sýndi það hvað eftir annað að hann hefur yfirburðar þekkingu á öllum málefnum.

Bush svaraði mörgum spurningum með lélegum bröndurum, eða með einhverju rugli. Til dæmis þá kom ein spurning um landbúnað og þá kom berlega í ljós að Bush veit ekki neitt um það mál. Það sem hann svaraði var eitthvað á þessa leið: "Ég vil að bandarískir bændur séu áfram þeir bestu í heimi, því án þeirra þá fáum við ekkert að borða". Þvílík ótrúleg speki. Ég er heldur ekki ennþá farinn að trúa því hvað hann var stoltur yfir því að þrír menn hefðu verið líflátnir í Texas. Það er eins og þetta sé bara allt einn stór leikur fyrir hann.

Gore tók loksins almennilega á Bush, og hann sýndi það að hann er einfaldlega mun gáfaðri en Bush.

Einar Örn uppfærði kl. 21:52 | 158 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?