« Gero + gix cubed | Aðalsíða | Gore vs Bush »

Kosningar

nóvember 07, 2000

Ég á enn eftir að klára hagfræðina en það er erfitt að slökkva á sjónvarpinu núna. CNN, Fox og MSNBC eru með stanslaus viðtöl við hina ýmsu spekinga. Ég er afskaplega veikur fyrir pólitík og hef alltaf gaman af því að fylgjast með.

Núna eru ekki nema um einn og hálfur tími þar til að fyrstu kjörstaðir loka. Kjörstaðirnir í Illinois, þar sem ég bý, loka hins vegar eftir tvo tíma. Demókratar hafa verið mjög duglegir hérna undanfarna daga við að koma upp skiltum í görðunum hjá sér og að dreifa hinum ýmsu upplýsingum. Ég hef ekki séð eins mikið af Repúblikunum, þótt þeir auglýsi einsog geðsjúklingar í sjónvarpinu.

Megi Al Gore vinna.

Einar Örn uppfærði kl. 22:53 | 113 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?