« Powerbook | Aðalsíða | C »

U2 miðar

janúar 13, 2001

Ég hef nú oft kvartað undan Ticketmaster, en það sem ég lenti í í morgun var án efa mesta geðveikin. Ég ætlaði að kaupa miða á U2 tónleika, sem verða 12. maí hér í Chicago. Svo auðvitað komst ég ekkert inná síðuna því það var alltof mikið að gera. Ég gafst loks upp um 25 mínútum seinna, því þá var örugglega orðið uppselt. Ég var svo eitthvað að dunda mér á netinu og um 11 leytið kíkti ég aftur á Ticketmaster.

Þá kom í ljós að U2 verða með aðra tónleika og það var byrjað að selja miðana á þá tónleika. Ég reyndi aftur en það var það sama, allt var orðið uppselt. Svo klukkan 20 mínútur yfir 11 gafst ég upp og fór aftur á aðalsíðuna og sá þá að það var búið að bæta við þriðju tónleikunum, sem byrjað var að selja á klukkan 12 mínútur yfir 11. Ég dreif mig yfir á pantanasíðuna og þá tókst mér loksins að næla mér í 2 miða. Þannig að 15. maí erum við Hildur að fara að sjá U2 í United Center. Það verður snilld!

Einar Örn uppfærði kl. 17:34 | 187 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (0)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu