« janúar 18, 2001 | Main | janúar 20, 2001 »

Tónleikar

janúar 19, 2001

Í kvöld er ég að fara á Richard Aschroft (fyrrum söngvara The Verve), sem er að spila á Double Door, sem er klúbbur niðrí miðbæ. Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast, þar sem ég veit ekki hvort hann spilar bara ný lög eða líka gamla The Verve slagara.

Miðarnir voru bara það ódýrir að ég ákvað að skella mér á þá. Miðarnir á tónleikana kosta jafnmikið og það kostaði fyrir okkur Hildi að komast inná White Star Lounge, sem er sennilega heitasti klúbburinn í Chicago í dag, síðasta laugardag, þ.e. 20 dollara.

97 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Tónlist

Onion

janúar 19, 2001

Við Hildur vorum úti að borða á Flattops. Á leiðinni heim náði ég mér í nýtt eintak af The Onion, sem er besta blað í heimi. Aðal fyrirsögnin á forsíðunni er mjög fyndin að mínu mati.

36 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Cast Away

janúar 19, 2001

Talandi um eyjur, þá fór ég í síðustu viku á Cast Away, nýju Tom Hanks myndina. Við ætluðum reyndar að fara á Traffic, en það var uppselt á hana. Cast Away var bara nokkuð góð, þrátt fyrir að hún hafi verið mjög langdregin.

Í raun var Tom Hanks einn að tala við blakbolta hálfa myndina. Myndin er þó meira spennandi en hún hljómar.

65 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Kvikmyndir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33