« febrúar 14, 2001 | Main | febrúar 19, 2001 »

Windows XP

febrúar 17, 2001

Ég var að lesa athyglisverða grein á MSNBC um nýja Windows stýrikerfið, XP. Þar heldur greinarhöfundur því m.a. fram að Microsoft hafi loksins náð því að toppa Apple í einfaldleika stýrikerfisins. Ég veit ekki hvort þetta er rétt hjá honum, því ég hef ekki prófað Windows XP. Það er þó gott mál að stýrikerfið skuli vera byggt á Windows 2000, sem er mun öruggara en Windows 98.

Ástæðan fyrir því að ég skipti yfir í Mac var nefnilega sú að ég fékk mig fullsaddann á ruglinu í Windows 98, sem krassaði að minnsta kosti 4-5 sinnum í viku. Ég er ekki fullkomlega ánægður með Apple stýrikerfið, en það er þó mun einfaldara og þægilegra en Windows 98. Það er nokkuð ljóst að ef OS X verður ekki stabílt, þá verður maður að skoða vel hvort maður haldi áfram að kaupa Apple. Ég hef þó fulla trú á því að OSX muni uppfylla mínar væntingar.

155 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Tækni

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33