« Tímar | Aðalsíða | Survivor og Letterman »

Fótbolta læti

febrúar 23, 2001

Ég lenti í svakalegum leik í fótboltadeildinni, sem við strákarnir úr Northwestern fótboltaklúbbnum, spilum í. Við vorum að keppa á móti einhverjum aulum og unnum 9-2. Þeir voru ekkert alltof sáttir við það. Til að byrja með í fyrri hálfleiknum hrækti einn leikmaðurinn þeirra aftan á hausinn á mér, eftir að ég hafði sagt honum að hætta að rífa í bolinn minn. Ég hrinti honum í gólfið en hann stóð strax aftur upp og ætlaði að byrja á einverju veseni, en aðrir strákar úr mínu liði skildu okkur í sundur.

Svo í seinni hálfleik var ég kominn inn fyrir vörnina þeirra og næ að skora, en í leiðinni kemur markmaðurinn þeirra og tæklar mig svo svakalega að ég flaug einhver fet og lenti svo illa á höndinni. Í gærmorgun komst ég svo að því að bein í höndinni var brákað, svo ég verð með höndina í fatla næstu daga.

Einar Örn uppfærði kl. 23:25 | 149 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?