« febrúar 23, 2001 | Main | mars 02, 2001 »

Survivor og Letterman

febrúar 27, 2001

Ég var aðeins að hugsa, þegar ég var að horfa á David Letterman í gærkvöldi. Þannig er að á hverju mánudagskvöldi kemur sá, sem var kosinn af "eyjunni" í síðasta Surviver þætti, í viðtal hjá Letterman. Nú er Letterman sýndur á Sýn og Survivor II á Skjá einum heima. Það væri gaman að vita hver væri á undan að sýna þættina.

Annars var þessi helgi fín, ég vaknaði klukkan 9 á sunnudagsmorgun til að horfa á Liverpool-Birningham. Það var náttúrulega mjög gaman að horfa á mína menn loksins vinna bikar. Ég var í þriðja bekk í Verzló þegar þeir unnu síðast bikar, og ég held að ég hafi verið í 6. bekk í Garðaskóla þegar Liverpool urðu seinast Englandsmeistarar. Það er allt of löng bið.

125 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33