« Temptation Island | Aðalsíða | Apple »

Weezer tónleikar

mars 08, 2001

Á morgun erum við Hildur að fara á tónleika með hinni frábæru sveit, Weezer. Við keyptum þessa miða fyrir nokkrum mánuðum, en tónleikarnir voru lítið auglýstir og miðarnir kostuðu aðeins 12 dollara. Nú í dag eru þetta hins vegar eftirsóttustu miðarnir í Chicago og er hægt að kaupa miða á yfir 200 dollara á e-bay.

Ég hef haldið uppá Weezer allt frá því að ég keypti fyrsta diskinn þeirra, sem er hreinasta snilld. Seinni diskurinn, Pinkerton er alls ekki síðri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið eins vinsæll. Tónleikarnir á morgun verða haldnir í Aragon Ballroom, þar sem ég hef m.a. séð Smashing Pumpkins og Macy Gray.

Einar Örn uppfærði kl. 19:34 | 108 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?