« mars 13, 2001 | Main | mars 16, 2001 »

Weezer

mars 15, 2001

Ég verđ ađeins ađ skrifa um tónleikana, sem viđ Hildur fórum á síđasta föstudag. Ţetta voru tónleikar međ Weezer. Ég vissi í raun ekki hverju ég átti ađ búast viđ. Eftir allt, ţá eru fimm ár síđan ţeir gáfu út síđasta disk, Pinkerton. Ég fílađi ţann disk ekki í upphafi en núna er ég á ţví ađ ţessi diskur sé hreinasta snilld.

Eftir tvćr upphitunarsveitir birtust Weezer á sviđinu um klukkan 10. Stemningin hjá áhorfendum var ótrúlegt, allir voru m.a.s. ađ syngja međ lögunum, sem voru spiluđ af bandi á undan Weezer. Ţannig var síđasta lagiđ áđur en ţeir komu á sviđ, Bohemian Rapsody og ţá var stemningin orđin rosaleg. Sviđsmyndin var eins og á "prom" balli, báđum megin viđ hljómsveitina voru körfuboltaspjöld. á spjöldin var svo varpađ myndum af hljómsveitinni, en allir voru međ videovél beint fyrir framan sig.

Sveitin byrjađi á ţví ađ taka My Name is Jonas, svo Come Undone. Síđan tóku ţeir nokkur ný lög, sem voru öll frábćr, sjaldan sem mađur fílar svona ný lög á tónleikum alveg strax. Ţeir tóku svo öll sín bestu lög eins og Good Life (ţeirra besta lag), Buddy Holly, El Scorcho og fleiri. Ţeir enduđu svo á Say it Ain't So og stórkostlegri útgáfu af Only in Dreams.

Stemningin međal áhorfenda var alveg ótrúlega góđ. Hún var m.a.s. mun betri en á bćđi Metallica og Smashing Pumpkins tónleikunum, sem ég hef séđ hérna nýlega. Allir kunnu öll lögin. Ţađ má segja ađ ađdáendur Weezer séu alveg ótrúlega traustir, ţví ţađ er svo langt síđan ţeir gáfu eitthvađ út.Hljómsveitin er líka einstaklega skemmtileg á sviđi. Ţeir eru svo ótrúlega ólíkir ţeirri ímynd, sem mađur hefur af rokk bandi.

Eftir ađ ţeir voru klappađir upp tóku ţeir svo In The Garage og svo frábćra útgáfu af Surfwax America. Ţvílík snilld. Ţetta eru ábyggilega einir af bestu tónleikum, sem ég hef séđ.

310 Orđ | Ummćli (0) | Flokkur: Tónleikar

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:Ég nota MT 3.33