« Fleiri myndir í tilefni dagsins | Aðalsíða | Snilld »

U2

maí 17, 2001

Ég og Hildur fórum að sjá U2 spila á þriðjudagskvöldið og voru það mjög eftirminnilegir tónleikar. Hildur segir að þetta hafi verið bestu tónleikar, sem hún hafi farið á.Tónleikarnir voru haldnir í United Center. Sviðið var nokkuð skemmtilegt en það var hjartalaga. Innan í hjartanu var svo pallur, þar sem hljómsveitin var og fyrir neðan þá voru áhorfendur. Bono notaði svo hjartapallinn til að hlaupa um og komast nær áhorfendunum.

Á þessum tónleikum tóku þeir öll þau þekktu lög, sem mér detta í hug. Þeir tóku það mikið af lögum að þeir styttu mörg þeirra, einungis til að geta spilað þeiri lög.Allavegana, þá byrjuðu þeir á Elevation og Beautiful Day af nýju plötunni. Síðan svissuðu þeir á milli nýrra og gamalla laga. fieir tóku mjög mörg lög af nýju plötunni. Auk þessara tveggja fyrstu tóku þeir m.a. Kite (sem mér finnst besta lagið á plötunni), Stuck in a moment, New York og In a Little While.

Síðan tóku þeir öll gömlu góðu lögin, einsog I Will Follow, Pride, Stay (faraway so close), Until the end of the world og mörg þeiri. fieir enduðu svo á uppáhalds U2 laginu mínu, Bad og With or Without you.fiegar þeir voru fyrst klappaðir upp sýndu þeir videomynd, þar sem Charlton Heston, fyrrum Northwestern nemandi og talsmaður NRA, var að tjá sig um skammbyssur. fiegar hann var búinn tóku þeir síðan snilldar útgáfu af Bullet the Blue Sky. Síðan tóku þeir Fly og kvöddu aftur.

Áhorfendur voru ekki alveg búnir að fá nóg og því komu þeir á aftur á sviðið og tóku þá One og Walk On. Frábærir tónleikar. Bono og Edge eru algerir snillingar á sviði og virðast enn hafa gaman af því að spila saman.

Einar Örn uppfærði kl. 18:44 | 283 Orð | Flokkur: Tónleikar



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?