« Traffic update | Aðalsíða | Tenging »

Radiohead

júní 16, 2001

Jæja, nú erum við Hildur að fara að sjá Radiohead spila hérna í Chicago 1.ágúst. Ég var að kaupa miðana á netinu áðan. Núna var ótrúlega auðvelt að komast í gegnum ticketmaster, enda var búið að selja eitthvað af miðum í sérstakri MTV forsölu.Tónleikarnir verða úti, í Grant Park, sem liggur við vatnið. Áður en við sjáum Radiohead förum við á Air, sem verða að spila í The Vic. Gaman gaman.

Annars eru Rammstein að byrja á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Maður er búinn að lesa svo mikið um spenning fyrir Rammstein tónleikana heima, að það er spurning hvort maður skelli sér.Uppfært: Ég komst að því að Radiohead miðarnir seldust upp á fjórum mínútum. Þannig að ég var alveg lygilega heppinn að fá miða.

Einar Örn uppfærði kl. 16:12 | 125 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?