« Vinna | Aðalsíða | Helgin »

Skólinn

júní 22, 2001

Skólinn gekk ágætlega, þrátt fyrir að ég hafi haft nokkuð mikið að gera utanskóla þessa önnina. Einnig var próftaflan hjá mér mjög óþægileg, því ég tók 3 próf á seinustu tveimur prófdögunum. Hvað um það, ég fékk 3.75 í einkunn, sem er sama og ég hef fengið báðar hinar annirnar á þessum vetri. Sem er í raun smá skrítið.

Allavegana, þá fékk ég A- í þýskum bókmenntum (Faust), B+ í hagfræði (hlutabréfamarkaðurinn), A í stærðfræði (diffurjöfnur) og A í hagfræði (alþjóðaviðskipti). Skiptingin kom mér nokkuð á óvart, því ég fékk slæma einkunn á fyrri ritgerðinni í þýsku. Það er greinilegt að kennaranum líkaði við seinni ritgerðina, sem fjallaði um samanburð á Faust eftir Goethe og Mephisto eftir Klaus Mann.

Einnig kom fyrri hagfræði einkunin mér á óvart. Ég var með hæstu á miðsvetrarprófum, og fékk svo líka gott á lokaprófinu. Það, sem dró mig niður voru skilaverkefni, sem giltu mjög mikið og svo notaði kennarinn mjög skrítna formúlu til að reikna út einkunnina, þannig að ég kom verr út úr þeim útreikningi en flestir aðrir. En samt, þá er B+ ekki slæmt. Ég er svo náttúrulega sáttur við hina tímana.

Einar Örn uppfærði kl. 18:15 | 190 Orð | Flokkur: Skóli



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?