« Microsoft og smart tags | Aðalsíða | Joe Fagan »

Joe Fagan

júlí 02, 2001

Gamli Liverpool þjálfarinn Joe Fagan lést í dag. Þetta eru auðvitað sorgarfréttir fyrir alla knattspyrnunnendur. Joe Fagan stýrði Liverpool liðinu, sem var fyrst allra liða til að vinna þrennu, er þeir unnu deildarbikarinn, deildina og evrópubikarinn árið 1984.

Fagan stjórnaði einmitt Liverpool liðinu í fyrsta Liverpool leiknum, sem ég man eftir. Þá var ég átta ára og horfði á Liverpool-Juventus í úrslitaleik evrópukeppninar. Sá leikur var haldinn á Heysel leikvanginum í Brussel. Sá leikur er ekki þekktur vegna knattspyrnunnar heldur vegna yfir 30 aðdáenda Juventus sem létust. Þetta reyndist síðar verða síðasti leikur Liverpool undir stjórn Fagan. Eftir þann leik hef ég aldrei getað hugsað mér að halda með öðru liði en Liverpool.

Einar Örn uppfærði kl. 04:38 | 113 Orð | Flokkur: Liverpool



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?