« júlí 06, 2001 | Main | júlí 11, 2001 »

Djamm og dýragarður

júlí 09, 2001

Veðrið var ekki neitt voðalega skemmtilegt um helgina. Á laugardag höfðum við Hildur ætlað að fara í Six Flags Great America skemmtigarðinn en okkur leist ekkert alltof vel á veðrið. Það var skýjað og rakinn var alveg hrikalegur. Það var ólíft inní íbúðinni okkar enda hitinn yfir 30 gráður og rakinn alveg fáránlegur. Síðar um daginn byrjaði svo að rigna. Þannig að við kíktum bara í tvær verslanamiðstöðvar, þar sem við gátum hreyft okkur í loftkældum verslunum. Um kvöldið fórum við svo út að djamma niðrí miðbæ.

Í gær fórum við svo í Lincoln Park dýragarðinn og skoðuðum garðinn og næsta nágrenni. Við komumst að því í gær að fólk frá Mið- og Suður Ameríku er alveg einstaklega hrifið af dýragörðum. Þesas ályktun drógum við vegna þess að 90 prósent af öllum gestum garðsins voru spænskumælandi. Heillandi staðreynd, ekki satt?

140 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Sumar og fótbolti

júlí 09, 2001

Það leiðinlegasta við sumarið er að það er enginn enskur fótbolti í sjónvarpinu. Það eina, sem maður getur gert er að lesa fótboltasíður á netinu í von um að eitthvað sé að gerast í kaupum á leikmönnum og slíku. Svo getur maður líka alltaf hugsað aftur til skemmtilegustu stunda vetrarins.

Fleiri myndir hér

53 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33