« Djamm og dýragarður | Aðalsíða | Er Dick Cheney dauður? »

Mogginn á netinu fótbrotnar

júlí 11, 2001

Á innlendum fréttum á mbl.is má þessa stundina finna þrjár fréttir um fótbrot, fyrst um konu sem fótbrotnaði í fjallgöngu á Esju, síðan um einhvern gaur, sem fótbrotnaði á lyftara, og svo maður sem fótbrotnaði í stúkunni á Valsleik. Í viðbót við þessi fótbrot er svo fjallað um mann sem hjólaði á gangstéttarbrún og hlaut skurð á höfuðið.

Þetta er náttúrulega fréttamennska af bestu gerð.

Ætli einhverjum fréttum sé hafnað á mbl.is? Ef ég myndi til dæmis senda inn frétta af því að ég hafði dottið á línuskautum á fjórða júlí (sem gerðist, ég fékk meira að segja skrámu á höndina), ætli mbl.is myndi birta hana? Þeir gætu líka fundið upp einhverja flotta fyrirsögn einsog: Sumir hafa ekki tilefni til að fagna fjórða júlí eða Á meðan Bandaríkjamenn fagna liggja Íslendingar eftir í sárum sínum

Ég er í raun bara nokkuð svekktur að það skuli aldrei hafa verið fjallað um meiðsli mín á mbl.is. 7 9 13.

Einar Örn uppfærði kl. 15:37 | 158 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?