« júlí 27, 2001 | Main | ágúst 01, 2001 »

Radiohead

júlí 31, 2001

Á morgun erum við Hildur að fara að sjá Radiohead, sem verða með útitónleika í Grant Park. Það er spáð yfir 35 stiga hita, svo það ætti að verða fjör.

Ég var að kíkja á nokkrar Radiohead síður til að sjá lagalistann þeirra. Þeir hafa verið að spila mjög mikið af nýju efni á síðstu tónleikum. Á þeim lista, sem ég skoðaði þá fluttu þeir m.a. 6 lög af Amnesiac.

Allavegana, fyrir áhugasama, þá er listinn svona:

The National Anthem
Airbag
Morning Bell
Lucky
Packt Like Sardines In A Crushd Tin Box
My Iron Lung
Exit Music
Knives Out
No Surprises
Dollars and Cents
Street Spirit
I Might Be Wrong
Pyramid Song
Paranoid Android
Idioteque
Everything In Its Right Place

Encore:
Fake Plastic Trees
Karma Police
You and Whose Army?
How To Disappear Completely

Encore 2:
Talk Show Host
The Bends

Encore 3:
Creep

144 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Tónleikar

Síðustu dagar

júlí 31, 2001

Það er orðið dálítið síðan ég skrifaði eitthvað af viti. Allavegana, þá áttum við Hildur fína helgi. Á föstudeginum fórum við í stórt partí, sem er reglulega haldið í einbýlishúsi, þar sem um 25 Northwestern krakkar búa. Þar var fjör einsog vanalega.

Á laugardag gerðum við furðu lítið. Ætluðum að fara að sjá Planet of the Apes, en nenntum því ekki og á endanum og fórum því bara út á Blockbuster og leigðum okkur DVD myndir.

Á sunnudag fórum við svo á Taste of Lincoln Avenue, sem er enn ein útihátíðin hérna í Chicago. Þar röltum við um í hitanum og hlustuðum á tónlist. Um kvöldið var ég svo fastur fyrir framan sjónvarpið að horfa á baseball, en Fred McGriff var að spila sinn fyrsta leik fyrir mitt lið Chicago Cubs, sem vann St.Louis Cardinals. Gaman gaman.

Síðasta helgi var líka fín, en þá bar hæst að við fórum í Six Flags skemmtigarðinn, sem er fyrir norðan Chicago. Þetta er stór rússíbanagarður, sem er alger snilld og skemmtum við okkur frábærlega. Hildur þorði meira að segja í nær alla rússíbanana. Það er auðvitað mikið afrek.

186 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33