« ágúst 07, 2001 | Main | ágúst 09, 2001 »
Hitabylgja
Moggin fjallar um hitabylgjuna, sem hefur farið yfir Chicago og miðvesturríkin undanfarna daga. Ég held að hún hafi nú náð hámarki í gær, allavegana var alveg hrikalegt að sofa því við erum ekki með neina loftkælingu í íbúðinni okkar.
Við vorum að spá í að kaupa okkur loftkælingu fyrir nokkrum vikum, en ákváðum að hætta við. Við létum okkur nægja viftuna okkar, sem er á fullu útí glugga. Í þessari hitabylgju gerir hún hins vegar nákvæmlega ekkert gagn.
Þegar ég er í bílnum á leiðinni heim úr vinnunni horfi ég líka öft öfundsjúkur á fólkið í hinum bílunum, sem er með rúðurnar skrúfaðar upp og loftkælinguna á fullu. Ég er alltaf með rúðurnar niðri og reyni að keyra eins hratt og ég kemst til þess að það leiki einhver smá vindur um bílinn en það tekst sjaldan.
Annars er ég ekkert að kvarta, því við höfum geta notið þess að vera úti um helgar. Það er bókað að við förum á ströndina um næstu helgi.

Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
-
Einar Örn: Takk
...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
-
Gaui: Skál fyrir því, Einar minn!
...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:

Ég nota MT 3.33