« I'm coo-coo for Cocoa Puffs | Aðalsíða | RSS Tenglar »

Molotov

ágúst 17, 2001

watcha-0032.jpgÁ laugardaginn erum við Hildur að fara á tónleika með mexíkósku rokk/rappsveitinn Molotov. Ég heyrði fyrst í þessari hljómsveit þegar ég vann sumarið '97 í Mexíkóborg. Nokkrum mánuðum síðar keypti ég mér diskinn Donde Jugaran Las Niñas?. Sá diskur er hreinasta snilld!

Stuttu eftir að ég keypti diskinn fór ég að spila hann í öllum partýjum, sem ég kom í. Í fyrstu voru nú flestir vinir mínir ekkert voða hrifnir, en smám vöndust menn tónlistinni og nú er það svo að flestir mínir vinir fíla þessa sveit í botn. Enda ekki furða því tónlistin er alger snilld.

Félagarnir eru mjög beittir í textum sínum og beinist gagnrýnin oft að stjórnvöldum í Mexíkó (sérstaklega PRI), en stjórnvöldum í Mexíkó hefur reynst það afskaplega auðvelt að klúðra landsmálum eins mikið og hægt er. Beittasta gagnrýnin er í baráttusöngnum Gimme Tha Power, sem er eitt af mínum uppáhaldslögum

Porque no nacimos donde no hay que comer, no hay porque preguntarnos cómo le vamos a hacer? Si nos pintan como unos huevones, no lo somos. ¡Viva México cabrones!

Fyrir um tveim árum fékk ég tækifæri að sjá Molotov í Madrid. Þar voru þeir á tónleikaferðalagi til að fylgja eftir Donde Jugaran Las Niñas?. Hét sú tónleikaferð því skemmtilega nafni: "Fuck you puto baboso" (ég sleppi þýðingunni). Það, sem skemmdi fyrir þeim tónleikum var að ég varð allt í einu veikur af einhverri beikonsamloku, sem ég hafði borðað fyrr um daginn. Því náði ég aðeins að sjá tvö til þrjú lög á milli þess sem ég ældi inná klósetti. Ég beið í raun bara eftir því að þeir tóku "Gimme tha power" þangað til að ég fór heim.

En allavegana þá erum við HIldur að fara að sjá þá félaga spila ásamt hinni frábæru hljómsveit "La Ley" frá Chile. Það verður ábyggilega rosa stuð.

Voto latino de entre las masas voto latino para la igualdad de razas.
Einar Örn uppfærði kl. 03:31 | 315 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (1)


sorry i don´t understand anything, is this the homepage of einar örn, which have played with the sugarcubes??

mathias sendi inn - 05.05.03 15:31 - (Ummæli #1)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?