« Tiltekt | Aðalsíða | Notaleg vinna »

Sammy Sosa

ágúst 23, 2001

Ég veit að það eru ekki margir Íslendingar, sem hafa áhuga á hafnabolta. Flestir halda að þetta séu allt einhverjir feitir gaurar, sem geti ekki hlaupið, en það er auðvitað vitleysa. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt að horfa á í sjónvarpi og það jafnast ekkert á við það að fara á leiki á völlum einsog Wrigley Field, sem er heimavöllur míns uppáhaldsliðs, Chicago Cubs.

Með Cubs leikur einmitt minn uppáhaldsleikmaður, Sammy Sosa, sem er alger snillingur. Gott dæmi um snilli hans er hér. Sammy Sosa er frá Dómínaska Lýðveldinu, en hafnabolti er einmitt vinsælasta íþróttin á flestum eyjunum í Karabíska hafinu. Sosa er leikmaður, sem getur í raun klárað leik á eigin spýtur en þrátt fyrir það er hann alltaf alveg einstaklega hógvær. Það er erfitt að finna betri og skemmtilegri íþróttamann.

Einar Örn uppfærði kl. 16:54 | 136 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?