« ágúst 22, 2001 | Main | ágúst 24, 2001 »

Notaleg vinna

ágúst 23, 2001

Eitt af því góða við það að vera að vinna í stað þess að vera í skóla er að maður getur farið heim á kvöldin án þess að hafa samviskubit yfir því að maður sé ekki að læra eða gera eitthvað. Þegar ég er í skóla finnst mér það alltaf vera eitthvað, sem mig vantar að gera. Maður gæti alltaf verið að reikna hagfræðidæmi í stað þess að horfa á sjónvarpið.

Þegar maður er að vinna er þetta öðruvísi. Gott dæmi um það er dagurinn í dag. Núna á ég ekki nema um 15 mínútur eftir af vinnunni og svo tekur við klukkutími í umferðarteppu. Síðan eftir það er ég alveg laus. Ég fór út að hlaupa í morgun og því get ég gert hvað sem mér hentar, án þess að vera með neitt samviskubit.

Það er góð tilfinning.

139 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Sammy Sosa

ágúst 23, 2001

Ég veit að það eru ekki margir Íslendingar, sem hafa áhuga á hafnabolta. Flestir halda að þetta séu allt einhverjir feitir gaurar, sem geti ekki hlaupið, en það er auðvitað vitleysa. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt að horfa á í sjónvarpi og það jafnast ekkert á við það að fara á leiki á völlum einsog Wrigley Field, sem er heimavöllur míns uppáhaldsliðs, Chicago Cubs.

Með Cubs leikur einmitt minn uppáhaldsleikmaður, Sammy Sosa, sem er alger snillingur. Gott dæmi um snilli hans er hér. Sammy Sosa er frá Dómínaska Lýðveldinu, en hafnabolti er einmitt vinsælasta íþróttin á flestum eyjunum í Karabíska hafinu. Sosa er leikmaður, sem getur í raun klárað leik á eigin spýtur en þrátt fyrir það er hann alltaf alveg einstaklega hógvær. Það er erfitt að finna betri og skemmtilegri íþróttamann.

136 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

Tiltekt

ágúst 23, 2001

Ég var í gær að taka til í Entourage, póstforritinu á makkanum mínum. Var að setja inn nýjar addressur og eyða gömlum pósti. Ég hafði þá stefnu að halda aðeins eftir persónulegum pósti, það er bréfum frá vinum og ættingjum.

Allavegana, þá eftir alla tiltektina bæði á Northwestern reikningnum mínum og Hotmail reikningnum hafði ég hent um 1500 skilaboðum. Það finnst mér vera hreinasta geðveiki. Þrátt fyrir að það sé ekki nema svona 6-7 mánuðir síðan ég hreinsaði til síðast.

Einnig er athyglisvert hvað sumt fólk er með margar e-mail addressur, sem það notar. Ég sjálfur nota 4 addressur, 2 hjá Danól, eina hjá Northwestern og eina hjá Hotmail. Auk þess hef ég stofnað einhverja Yahoo! reikinga fyrir rusplóst. Mjög margir í addressubókinni minni eru með 2-3 addressur. Jens slær þó metið því hann var með 6.

139 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33