« ágúst 23, 2001 | Main | ágúst 28, 2001 »

Netfíkn

ágúst 24, 2001

Ég held að það sé nokkuð ljóst að ég er frekar háður netinu. Björgvin Ingi skrifar á síðunni sinni að hann eigi erfitt með að halda sér frá því að skoða tölvupóstinn sinn á nokkurra mínútna fresti. Ég er að glíma við svipað vandamál. Ég er alltaf að kíkja á póstinn minn, í von um að eitthvað nýtt sé þar. Einnig kíki ég alltof oft á sumar síður á netinu í von um að þær hafi verið uppfærðar.

Núna er í gangi leikur á milli Liverpool og Bayern Munchen um Super Cup, það er hvað sé besta lið í Evrópu. Þessi leikur er sýndur á minni uppáhaldsstöð, Fox Sports World, en þar sem ég er í vinnunni, þá verð ég að láta mér duga að taka hann upp. Vegna þess þarf ég að forðast flestar þær vefsíður, sem ég skoða reglulega til að ég sjái ekki úrslitin, og ég þori ekki að skoða póstinn min af ótta við að einhver hafi í kvikindisskap sent mér úrslitin. Þetta er auðvitað mjög erfitt og ég hef átt erfitt með að hemja mig síðasta klukkutímann.

Ég reyni að neita fíkn minni og segi bara einsog Björgvin: Ég er ekki háður tölvum, ég get alveg lifað í dag án þess að lesa tölvupóstinn minn (á klukkutíma fresti)

214 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Kvikmyndagagnrýni í dagblöðum

ágúst 24, 2001

Eitt það besta við bandarísk dagblöð er að á föstudgögum kemur alltaf kvikmyndagagnrýni með öllum nýju myndunum. Ólíkt því, sem gerist á Íslandi, en þar virðist kvikmyndagagnrýnin koma þegar gagnrýnendum hentar að fara í bíó og oft kemur ekki gagnrýni í blöðum fyrr en meira en viku eftir að myndin var frumsýnd.

Allavegana, þá kíkir maður alltaf í kvikmyndablaðið, sem fylgir Chicago Tribune á föstudögum. Samkvæmt blaðinu í dag þá fær nýja Woodie Allen (snillingur) myndin, The Curse Of The Jade Scorpion 3 og hálfa stjörnu. Hins vegar fær nýja Kevin Smith myndin, Jay and Silent Bob Strike Back, eina og hálfa stjörnu. Ég var mjög spenntur fyrir báðum myndunum, enda Smith líka fínn leikstjóri.

Hins vegar er Roger Ebert hjá Chicago Sun-Times frekar ósammála. Hann gefur The Curse Of The Jade Scorpion 2 og hálfa stjörnu og Jay and Silent Bob Strike Back 3 stjörnur.

Hvorum á maður að trúa?

Ég held ég treysti Michael Wilmington hjá Tribune, einfaldlega af því að Woody Allen er snillingur!!!

168 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Kvikmyndir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33