« ágúst 28, 2001 | Main | ágúst 30, 2001 »

Björk

ágúst 29, 2001

Nýji Bjarkar diskurinn, Vespertine fær fjórar stjörnur hjá Rollingstone. Gagnrýnandinn kallar þetta bestu plötu Bjarkar. Það er ekki slæm gagnrýni. Ég ætla einmitt að kaupa mér diskinn sem allra fyrst, enda á ég allar Bjarkar plöturnar.

Björk verður með tónleika hér í Chicago í október og reyndi ég að kaupa miða á þá tónleika, en þeir seldust upp á minna en 5 mínútum.

64 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Tónlist

Hrekkjusvín.is

ágúst 29, 2001

Björgvin Ingi skrifar mjög góða grein á hrekkjusvín.is, þar sem hann gagnrýnir hrekkjusvin.is, sem og önnur vefrit. Ég er nokkuð sammála greiningu hans á hrekkjusvínum.

Á hrekkjusvínum hafa verið birtar alltof margar leiðinlegar greinar um allt og ekki neitt (og hef ég ábyggilega skrifað einhverjar). Inná milli hafa þó leynst margar góðar greinar og tel ég að ritið eigi bjarta framtíð ef að vel tekst til með endurskipulaggningu.

Ég tel að það sé markaður fyrir vefrit, sem sé fjölbreytt og aðhyllist ekki endilega eina ákveðna stjórnmálaskoðun. Þrátt fyrir að hrekkjusvin þurfi að viðhalda fjölbreytninni þá er það rétt hjá Björgvini að ritið þarf að marka sér skýra ritstjórnarstefnu.

109 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Netfíkn - (framhald)

ágúst 29, 2001

Ég var fyrir nokkrum dögum að tala um netfíkn mína. Ég á nefnilega nokkuð erfitt með að halda mér frá netinu og tölvupósti í langan tíma.

Í byrjun sumars ákvað ég að taka stórt skref og ég sagði upp áskrift að kapal internet tengingunni minni. Þannig að síðan þá hef ég þurft að skoða netið í gegnum 56k mótald, sem er óþolandi. Við þetta hefur hins vegar netnotkun mín (utan vinnu) minnkað mjög mikið.

Í póstinum í dag kom hins vegar bréf frá AT&T og vilja þeir endilega fá mig aftur í viðskipti. Þeir bjóða mér nú fyrstu 6 mánuðina á helmingsafslætti. Ég skal alveg viðurkenna að ég mun eiga mjög erfitt með að hafna því tilboði. Það er svo spurning hvernig þetta fari með mig.

126 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33