« ágúst 29, 2001 | Main | ágúst 31, 2001 »

Ekki fréttir

ágúst 30, 2001

Jens bendir á skemmtilega frétt af mbl.is.

Ég talaði einmitt um svipað fyrir nokkru um svipaða hluti. Samt finnst mér fréttin, sem Jens bendir á vera enn fyndnari.

Hvernig í ósköpunum getur það talist fréttaefni að appelsínudjús hafi hækkað í verði?

43 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Breytingar hjá ManUtd

ágúst 30, 2001

Mjög sniðug þessi nýja stefna í leikmannakaupum hjá Manchester United. Í fyrsta lagi þá var það augljóst að vörnin var veikasti hlekkurinn hjá liðinu og því ákvað framkvæmdstjórinn að selja besta varnarmanninn til Lazio.

Í öðru lagi virðist það vera ný stefna hjá liðinu, að þótt menn vilji ekki ganga til liðsins, þá heldur Ferguson bara áfram að reyna alveg þar menn eru orðnir of gamlir fyrir sitt lið´.

Þannig gerðist þetta með Laurent Blanc. Hann var búinn að hafna Man United þrisvar sinnum áður. Núna í dag er hann orðinn 35 ára gamall (8 árum eldri en besti varnarmaður á Englandi) og kemst ekki í liðið hjá Inter Milan. Hann var því sennilega feginn þegar honum bauðst að koma til United.

Það er spurning hvort Man United haldi þessari stefnu áfram. Kannski geta þeir þá keypt Rivaldo þegar hann er orðinn fimmtugur.

146 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

Apple búð

ágúst 30, 2001

Á laugardaginn fórum við Hildur í Woodfield verslanamiðstöðina en þar var einmitt verið að opna Apple búð. Þessi búð er sú fimmta í röðinni af búðum, sem Apple er að koma upp í stærstu borgum Bandaríkjanna. Þeir álíta þetta mikilvægt skref í að ná stærri markaðshlutdeild.

Þegar við komum að búðinni var biðröð fyrir utan og þurftum við að bíða í um korter eftir því að komast inn, en hleypt var inn í hópum. Búðin er mjög flott. Einsog allt frá Apple var hönnunin á búðinni afskaplega einföld og smekkleg. Við skoðuðum þarna nýjustu tölvurnar og horfðum á kynningar fyrir mörg skemmtileg forrit einsog iMovie og iDVD.

Það má ætla að flestir, sem hafi verið á staðnum fyrsta daginn hafi, einsog ég, verið Mac notendur. Hins vegar má áætla að í framtíðinni muni margir PC unnendur heillast af Mac tölvum eftir heimsókn í þessar búðir, því fólk gerir sér best grein fyrir kostum Mac tölva þegar það fær að prófa þær. Það var einmitt stór kostur við búðina, það er að manni var velkomið að fikta í öllu. Maður gat flakkað um á netinu, eða skoðað stýrikerfið, eða klippt saman myndbúta í iMovie og svo framvegis.

199 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Tækni

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33