« ágúst 30, 2001 | Main | september 04, 2001 »

Frumlegheit

ágúst 31, 2001

Þessi síða er skemmtilega lík þessari síðu.

Í gegnum Evhead.

12 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Smá meiri vinna

ágúst 31, 2001

Bara 45 mínútur eftir af vinnudeginum. Mikið afskaplega hefur þessi dagur verið lengi að líða. Um helgina er einmitt Labor Day Weekend, sem þýðir að það er frí á mánudaginn.

Það þýðir bara tvennt: djamm og strönd.

Lifið heil!

39 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Ótrúlegur dagur fyrir Liverpool!

ágúst 31, 2001

Það er búið að vera magnað að fylgjast með bresku knattspyrnusíðunum í dag. Mest lætin eru í kringum markvaraðakaup Liverpool.

Þetta virðist allt hafa endað með því að Liverpool eru búnir að kaupa TVO markverði. Bæði Jerzy Dudek, markvörð pólska landsliðsins og Chris Kirkland, markvörð enska 21-árs landsliðsins, og er Kirkland orðinn dýrasti enski markvörður allra tíma.

Þetta eru sannarlega ótrúlegar fréttir. Ég hef alltaf staðið við bakið á Sander Westerveld, aðalmarkverði Liverpool og tel ég hann vera næst besta markvörðinn í ensku deildinni (á eftir van der Saar) en Houllier virðist ekki alveg vera sammála mér. En Houllier hefur nú oftast rétt fyrir sér, þannig að maður treystir honum.

ps. ég er að skúbba bæði moggann og vísi

119 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

MJ snýr aftur

ágúst 31, 2001

Það eru eflaust margir, sem hafa áhuga á endurkomu Michael Jordan. Fyrir þá, sem vilja fylgjast vel með í þeim málum vil ég benda á tvo afbragðs pistlahöfunda, sem skrifa fyrir tvö stærstu dagblöðin hér í Chicago.

Þeir eru Sam Smith, sem skrifar fyrir Chicago Tribune og Lacy Banks, sem skrifar fyrir Chicago Sun-Times. Báðir þessir blaðamenn skrifa um körfubolta og er Lacy Banks sérstaklega mikill áhugamaður um endurkomu Jordan.

Jordan æfir á hverjum degi hér í Chicago, en hann býr ennþá í borginni, þrátt fyrir að vinnan hans sé í Washington D.C.

95 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33