« Frumlegheit | Aðalsíða | Liverpool la la la »

Labor Day helgin

september 04, 2001

Það var ekkert smá gott að fá aukafrídag í gær, en þá var Labor Day. Við nýttum því helgina ágætlega.

Á laugardag vorum við að hjálpa Ryan, vini mínum, en hann var að flytja út úr co-op húsinu (nokkurs konar kommúna) yfir í eigin íbúð, sem er um 50 metra frá okkar íbúð. Hann var ýkt sniðugur og fékk íbúð á þriðju hæð, þannig að það var ágætis vinna að flytja allt dótið upp stigann. Um kvöldið fórum við svo í partí yfir í co-op húsið og skemmtum okkur vel fram eftir nóttu (enda frír bjór í boði).

Á sunnudag var Hildur að læra, svo ég gerði lítið nema að spila í PS2 og horfa á baseball. Um eftirmiðdaginn fór ég þó og hjálpaði Ryan að klára að flytja. Við notuðum einmitt bílinn minn við að flytja, og var merkilegt hvað mikið komst þar fyrir. Um kvöldið fórum við Hildur svo með Ryan út að borða á CPK.

Í gær fórum við Hildur svo niður á Oak Street Beach og lágum þar í sólbaði í nokkra tíma. Veðrið var alveg frábært, sól og um 30 stiga hiti. Þegar við vorum orðin vel rauð, línuskautuðum við yfir á Navy Pier, þar sem við fengum okkur ís. Síðan löbbuðum við yfir á Michigan, kíktum í búðir og tókum svo lestina heim.

Einar Örn uppfærði kl. 15:59 | 221 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?