« september 04, 2001 | Main | september 06, 2001 »

Pop-under auglýsingar

september 05, 2001

Þetta er mjög gott málefni. Þessar pop-under auglýsingar (gluggar, sem opnast undir þeim glugga, sem þú ert að skoða) eru orðnar verulega pirrandi, þrátt fyrir að þær séu bara búnar að vera í gangi í nokkra mánuði. Núna virðast fyrirtæki, sem hýsa heimasíður einstaklinga vera farnar að nota þetta til að ná inn meiri pening.

Ég hef orðið var við auglýsingar t.d. hjá gummajoh.net. Þar koma upp alls kyns klám fídusar, svo sem að auglýsingarnar bjóða manni strax að setja inn einhver forrit og einnig spyrja þær mann hvort maður vilji breyta um upphafssíðu. Þetta er óþolandi og er árás á heimasíður viðkomandi einstaklinga. Sem betur fer er ég svo heppinn að skólinn minn vistar mína heimasíðu.

Þetta er einstaklega neikvætt sérstaklega þegar um persónulegar heimasíður, því sá sem heldur uppi síðunni getur lítið gert í málinu, nema segja upp þjónustunni (sem er jú ókeypis).

147 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Hank the angry, drunken dwarf

september 05, 2001

Hank, hinn ávallt blindfulli og reiði dvergur dó í gær, hann var 39 ára gamall. Hank var reglulegur gestur í morgunþætti Howard Stern og hann var vel þekktur eftir að hann hafði komið oft fram í sjónvarpsútgáfu þáttarins, sem er sýnd á E!

Hank þessi kom reglulega fram í þættinum í alls kyns búningum, sem áttu að skemmta áhorfendum. Hann var áfengissjúklingur og mætti ávallt fullur í útsendingu (þrátt fyrir að þáttur Howard Stern sé tekinn upp snemma um morgun) og átti það til að drepast áfengisdauða í miðri útsendingu. Hann var partur af hóp einkar furðulegra einstaklinga, sem koma reglulega fram í þættinum. Það var frekar auðvelt fyrir fólk að fá Hank til að reiðast og átti hann nokkur stórskemmtileg rifrildi, sérstaklega við hinn svarta dverg, Beetlejuice.

Hápunktur ferils hans var sennilega þegar hann var kosinn fallegasti maður í heimi í netkönnun, sem blaðið People stóð fyrir. Heimasíða Hank er á slóðinni Hankthedwarf.com.

Aðdáendur Howard Stern munu sakna Hank.

164 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33