« september 05, 2001 | Main | september 07, 2001 »

Caltech

september 06, 2001

Ég verð nú að segja einsog er að CV hjá þessari stelpu er mjög flott. Hún er einu ári yngri en ég, en er samt að byrja í Ph.D námi við Caltech. Það er ekkert smá flott. Caltech var einmitt valinn besti háskólinn í Bandaríkjunum af USNews árið 2000 (að mig minnir, hann er víst í 4. sæti núna. Minn er í 13. sæti.

Þessi stelpa var einmitt skiptinemi sama ár og ég var í skiptinemi í Venezuela. Síðan þá hefur hún greinilega verið aðeins duglegari í náminu en ég, því hún er að byrja í Ph.D námi, en ég á ennþá eftir að klára síðasta árið fyrir BS gráðu. Gott hjá henni.

116 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Skóli

Smá RSS breytingar

september 06, 2001

Ég var að uppfæra tenglasíðuna mína, bætti inn nokkrum nýjum síðum, sem ég er byrjaður að lesa reglulega, leti og froskur.

Húrra fyrir því

25 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Brúðkaupsafmæli

september 06, 2001

Mamma og pabbi eiga í þessari viku 40 ára brúðkaupsafmæli.

Það finnst mér ekki slakur árangur og óska ég þeim auðvitað til hamingju. Pabbi gifti sig einmitt þegar hann var tvítugur. Ég varð tvítugur fyrir fjórum árum, en samt er ég ekki ennþá giftur. 40 ára brúðkaupsafmæli er, samkvæmt þessari síðu, ruby. Ég veit ekki hvernig það þýðist yfir á íslensku.

Mamma og pabbi eru einmitt þessa vikuna að fagna afmælinu á Spáni en einsog þeir, sem þekkja þau vita, þá leiðist þeim ekki að fara til útlanda.

Til hamingju, mamma og pabbi!!!!!!!

94 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33