« We rule!!!!! | Aðalsíða | ......og einu sinni enn! »

Helgin - Djamm og baseball

september 10, 2001

Þá er maður kominn aftur í vinnu eftir helgina. Nú á ég samt bara tvo vinnudaga eftir.

Helgin var frábær. Reyndar byrjaði hún ekki skemmtilega. Eftir vinnu á föstudag fór ég með bílinn í viðgerð til að laga afturbremsurnar. Það var svo sem allt í lagi, fyrir utan það að 20 mínútna verk tók yfir þrjá klukkutíma. Ég var á mörkunum að öskra á starfsmennina eftir að ég hafði lesið eintakið mitt af Wall Street Journal þrisvar sinnum.

Þeir voru loksins búnir klukkan átta og dreif ég mig þá heim. Þar borðuðum við Hildur og svo kom Dan vinur minn í heimsókn. Við horfðum saman á Northwestern fótboltaliðið vinna UNLV (University of Nevada - Las Vegas). Gaman gaman! Eftir leikinn löbbuðum við svo á Bar Louie, nýjan bar sem var verið að opna í Evanston. Fínn bar og vorum við þar fram að lokun.

Á laugardag vaknaði ég við þær hrikalegu fréttir að Liverpool hefði tapað fyrir AVilla (hatur mitt á Peter Schmeichel er nú komið upp á nýtt stig). Ég lét það þó ekki á mig fá og drifum við Hildur okkur niður í Wrigleywille þar sem við fórum að sjá Cubs - Atlanta Braves á Wrigley Field (sem er einmitt fallegasti íþróttaleikvangur í heimi, sjá mynd).

Cubs voru þó ekki alveg að meika það í þessum leik og klúðruðu fullt af færum til að skora. Ég var þó nokkuð sáttur því í áttundu lotu greip ég "foul ball" frá einum Atlanta leikmanninum, Andruw Jones. Jones var að slá, en það gekk ekki betur en að hann sneiddi boltann til hægri og hann fór á fleigiferð uppí efstu sætin, þar sem nokkrir fullir gaurar fyrir framan mig reyndu að ná í hann, en þeir misstu hann og ég náði honum. Ýkt gaman!

Um kvöldið fórum við Hildur svo á djammið niðrí miðbæ Chicago. Við fórum á Club 720. Þetta er staður með Suður-Amerískri tónlist og því voru 99% latinos inni á staðnum. Allavegana þá var þetta snilldar staður. Hann skiptist niður á þrjár hæðir, neðst var merengue, svo salsa og efst suður-amerískt rokk. Við dönsuðum þarna alveg endalaust lengi og var ekkert smá gaman.

Í gær, sunnudag var ég svo vakinn klukkan tólf [takk pabbi :-) ] og eftir að hafa horft á Chicago Bears tapa (Surprise!!!) fórum við Hildur í smá verslunarferð. Um kvöldið kíktum við svo með Dan niður í indverska hverfið, þar sem við borðuðum geðveikt góðan indverskan mat.

Einar Örn uppfærði kl. 16:30 | 404 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?