« "I'm afraid we might have awaken a sleeping giant" | Aðalsíða | Montreal - dagur 4 »

Kanada - Montreal

16. september, 2001

Við Hildur erum núna komin til Kanada. Ég er staddur niðrí kjallara á gistiheimili í Montreal. Þetta er æðisleg borg.

Við keyrðum á miðvikudag frá Chicago til Detroit og þaðan fórum við í gegnum göngin til Windsor í Kanada. Við gistum í Windsor, sem er þekkt fyrir spilavíti, í eina nótt og keyrðum síðan daginn eftir áleiðis til Montreal. Við keyrðum fram hjá Toronto og að Kingston, þar sem við gistum. Í gær fóstudag keyrðum við svo hingað til Montreal. Eftir að hafa villst all svakalega í umferðarflækjunum í borginni, tókst okkur loksins að rata hingað inná hótel.

Við lögðum okkur í smá tíma og fórum síðan út um kvöldið. Við löbbuðum um St. Kathrine Street, og nærliggjandi götur, en þar er annars vegar fullt af verslunum og svo líka fullt af veitingastöðum og börum. Við enduðum loks inná ítölskum stað, þar sem við borðuðum pasta. Við flökkuðum svo á milli bara, en það er nóg af þeim í þessari borg.

Í morgun vöknuðum við svo eldhress um 11 leytið og erum búin að eyða deginum í gamla hluta borgarinnar. Þetta er alveg frábær borg, mjög evrópsk í útliti. Við erum búin að eyða deginum á rólegu rölti um bæinn, takandi myndir og njótandi andrúmsloftsins í borginni.

Einar Örn uppfærði kl. 01:28 | 207 Orð | Flokkur: Ferðalög



Ummæli (0)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.