« Vitleysa | Aðalsíða | Hagfræðitöffarar »

Skólinn

október 04, 2001

Ég er að komast inní skólann aftur eftir sumarfríið. Ég er búinn að vera í skólanum í nær tvær vikur og er bara ágætlega sáttur. Ég er í fjórum tímum.

Hagfræði - Industrial economics. Hagfræðitími, sem fjallar um verðlagningu og hagkvæmni í rekstri. Einnig mikil áhersla á "game theory" (íslenska:??) og hvernig fyrirtæki nota "game theory" í ákvarðanatöku.

Stærðfræði/hagfræði - Mathematical methods in finance. Mér sýnist þetta vera erfiðasti tíminn, allavegana hefur fyrsta vikan verið ansi strembin. Fjallar um útreikninga í fjármálum og sannanir á hinum ýmsu fjármálaútreikningum.

Félagsfræði - Sociology of complex organizations. Fyrsti félagsfræðitíminn, sem ég hef tekið og líkar mér nokkuð vel. Fjallar um það hvernig stærri fyrirtæki virka og hvernig vinnuumhverfið hefur áhrif á starfsfólk og viðskiptavini.

Stjórnmálafræði - Politics and markets. Fjallar um samskipti markaðarins og stjórnmála, sérstaklega hvernig markaðurinn hefur áhrif á lýðræði.

Ég veit að þetta hljómar svaka spennandi. Ég hef bara ekkert annað til að skrifa um þessa stundina. Jú, veðrið er fínt, 27 stiga hiti.

Einar Örn uppfærði kl. 03:41 | 164 Orð | Flokkur: Skóli



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?