« Fótbolti og fótbolti - Hoosier daddy? | Aðalsíða | Tímaeyðsla á föstudegi »

Vel skrifaður múr???

október 11, 2001

Það virðast flestir vera sammála um það að Múrinn sé vel skrifað vefrit. Menn, sem tala um ritið hrósa því vanalega fyrir það að þar skrifi klárir menn, sem séu góðir pennar. Ég efast ekki um það.

Það er hins vegar alveg makalaust hvað sumar greinarnar á ritinu eru kjánalegar. Til að mynda greinin: Íslensku milljarðamæringarnir — in memoriam. Í þessari grein er Ármann Jakobsson að gleðjast yfir því að þeir, sem höndli hlutabréf á Íslandi hafi tapað miklum fjárhæðum undanfarið. Ég skil í raun ekki svona hugsanahátt. Ekki myndi ég gleðjast ef ég frétti að ævisparnaður kennara myndi hverfa á hlutabréfamarkaðnum og ég efa að Ármann myndi kætast. Einhvern tímann var mér nefnilega kennt að það væri ljótt að gleðjast yfir óförum annarra.

Einar Örn uppfærði kl. 23:31 | 125 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?