« október 29, 2001 | Main | nóvember 01, 2001 »

Megi ESPN fara til helvítis

október 30, 2001

ESPN var eitt sinn ein af mínum uppáhaldsstöðum. Fín íþróttastöð. Ég horfði á Sport Center nær daglega.

Í dag hins vegar var ég næstum því búinn að brjóta sjónvarpið í reiði. Ég komst nefnilega að því að þeir höfðu hætt við að sýna Liverpool-Dortmund á morgun. Djöfull og dauði. ESPN sýna frá Meistaradeildinni en hafa nær eingöngu sýnt leiki með Real Madrid og Manchester United. Ég hef horft á United leikina, því það er gaman að horfa á misgáfaða franska varnarmenn og markmenn gera kjánaleg mistök.

Leikurinn á morgun átti hins vegar að vera fyrsti Liverpool leikurinn, sem þeir sýna frá í Meistaradeildinni. En svo bara allt í einu ákvað einhver spekingur hjá sjónvarpsstöðinni að breyta og setja í staðinn gamla NBA leiki.

Ég er brjálaður!!!!!

126 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33