« Uppáhalds Liverpool aðdáandinn minn | Aðalsíða | Uppáhalds Liverpool aðdáandinn minn »

Síðasta helgi - Purdue football

nóvember 01, 2001

Ætli það sé ekki merki um að maður hafi haft mikið að gera undanfarið að ég sé að skrifa um síðustu helgi á fimmtudegi. Ég var að klára tvö miðsvetrarpróf í þessari viku og nú ætti að vera frekar rólegt í skólanum næstu viku.

Allavegana, þá fór ég á föstudaginn með Dan vini mínum, Becky og Elizabeth vinkonum mínum til Lafayette í Indiana. Við keyrðum þangað, um þriggja tíma leið, á bílnum hans Dan, sem er '85 árgerð af Volvo, sem er keyrður meira en 300.000 kílómetra. Í Lafayette gistum við hjá frænku Elizabeth. Ástæðan fyrir þessari ferð okkar var sú að í Lafayette er einmitt Purdue háskóli og Northwestern fótboltaliðið (amerískur fótbolti) var að spila við Purdue.

Við komum til Lafayette um 8 leytið og fórum út að borða og kíktum svo aðeins á campusinn og niður í miðbæ. Við vorum þó ekkert að djamma, því að morguninn eftir vöknuðum við klukkan hálf níu og frænka Elizabeth keyrði okkur út á völl. Þar á bílastæðunum eru svo allir mættir snemma að bandarískum sið fyrir það, sem þeir kalla "tailgating". Það hittast allir útá bílastæðum, setja þar upp grill og borð og stóla og eru með alls konar mat (og alls konar bjór). Við vorum þarna með frænku Elizabeth og vinum hennar (flest á fimmtugsaldri). Þau buðu uppá allavegana 10 tegundir af snakki, samlokum, hamborgurum og ég veit ekki hvað. Við byrjuðum á að fá okkur kaffi og baily's og svo bjór og samlokur. Eftir að hafa borðað þarna stanslaust í tvo tíma fórum við svo inná völlinn.

Völlurinn tekur um 70.000 manns og var hann troðfullur. Frænka Elizabeth gaf okkur miða og vorum við Dan í fjórðu röð, á meðal hörðustu Purdue stuðningsmannana. Þetta var ekkert smá gaman. Við náttúrulega reyndum að vera eins háværir og við gátum þegar Northwestern skoruðu og veifuðum Northwestern fánanum okkar. Því miður töpuðu Northwestern leiknum naumlega eftir nokkur aulamistök í síðasta leikhlutanum (Purdue er einn af allra sterkustu skólunum). Purdue aðdáendurnir höfðu líka einstaklega gaman af því að gera grína að okkur þegar að Purdue voru yfir.

Svo eftir leikinn var aftur haldið útá bílastæði, þar sem maður borðaði meira en við keyrðum svo aftur til Chicago um kvöldið.

Einar Örn uppfærði kl. 16:03 | 366 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?