« nóvember 03, 2001 | Main | nóvember 07, 2001 »

Yndislegur sunnudagur

nóvember 05, 2001

Dagurinn í gćr var alveg einsog bestu sunnudagar eiga ađ vera. Ég vaknađi klukkan 10 og fór ađ horfa á Liverpool - Manchester United, ţar sem Liverpool yfirspiluđu United algjörlega og unnu glćsilegan sigur 3-1.

Síđan um eftirmiđdaginn horfđi ég á mitt fótboltaliđ, Chicago Bears vinna Cleveland Browns í ótrúlegum leik. Stađan var 21-7 fyrir Cleveland ţegar um ţrjár mínútur voru eftir. Ég var ţví búinn ađ gefast upp og skipti um stöđ. Nokkru síđar hringdi hins vegar einn vinur minn í mig og sagđi mér ađ stilla á CBS. Og viti menn, Bears höfđu jafnađ leikinn á síđustu sekúndunni. Bears unnu svo á ótrúlegan hátt í framlengingunni.

Um kvöldiđ var svo sjöundi leikurinn í World Series, úrslitaleiknum í hafnabolta. Mitt liđ Cubs, datt út fyrir nokkru, ţannig ađ eina von mín var ađ liđiđ, sem ég hata, New York Yankees myndi tapa. Og viti menn, Arizona Diamondbacks unnu leikinn á ótrúlegan hátt. Ţeir voru undir 2-1 í síđustu lotunni og Mariano Rivera, sem er sennilega besti "relief" kastari allra tíma, var ađ kasta, en á ótrúlegan hátt tókst Rivera ađ klúđra málunum og tveir gamlir Cubs leikmenn, Grace og Gonzales tryggđu Arizona sigurinn.

Svona eiga sunnudagar ađ vera. Ţrír leikir ţar sem mín liđ vinna.

207 Orđ | Ummćli (0) | Flokkur: Íţróttir

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33