« nóvember 16, 2001 | Main | nóvember 27, 2001 »

Mitt kramda hægrikrata hjarta

nóvember 20, 2001

Flest, ef ekki allt, í þessari grein er einsog talað frá mínu hjarta.

Ég vil fá gamla Alþýðuflokkinn aftur. Ekki Samfylkingarsamsuðu, fulla af gömlum sósíalistum. Ég vil almennilegan hægrikrata flokk, sem myndi vinna saman með Sjálfstæðisflokki. Það er nefnilega þannig að Framsóknarflokkurinn dregur fram allt það versta í fari Sjálfstæðisflokknum (svo sem ríkisstyrki í landbúnaði).

Hægri krataflokkur myndi hins vegar draga fram allt það besta í Sjálfstæðislfokknum (frjáls markaður, lægri skattar, minni ríkisafskipti).

Samfylkingin er ávallt að hamra á því að hún sé höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins. Þýðir það þá að hún sé höfuðandstæðingur minnkandi ríkisafskipta og lægri skatta, sem Sjálfstæðisflokkurinn segist styðja. Samfylkingin leggur áherslu á mennta- og velferðarmál, en málið er að Sjálfstæðisflokkurinn er sammála þeim í helstu atriðum. Helsti andstæðingur minn í stjórnmálum væru Vinstri-Grænir enda er stefna þeirra (fyrir utan suma ágæta spretti í einstaka utanríkismálum) gamaldags og afturhaldssöm.

Ef Samfylkingin heldur áfram að hamra á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðandstæðingurinn, þá eiga þeir flokkar vart samleið í ríkisstjórn. Það þýðir að eina leiðin fyrir Samfylkinguna er að vinna með Vinstri grænum og Framsókn (guð hjálpi okkur).

Ég held að skárri kostur væri bara fyrir okkur hægri krata að halda okkur til í sér stjórnmálaflokk, þótt sá flokkur næði ekki nema 10-15 prósentum einsog Stefán talar um í greininni.

212 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

Ríkiseinokun er snilld

nóvember 20, 2001

Geir bendir á þessa grein af Sellunni, sem er vefrit.

Þar skrifar Geir Guðjónsson um ÁTVR.

Ríkiseinokun - Þetta er vont orð, það hljómar illa og svona tala bara vondir menn sem vilja lýðræðinu illt o.s.frv… Ég verð að viðurkenna að ég er einn af þessum mönnum sem vilja alveg ríkiseinokun. Ég sé ekkert því til vansa. Hvað er svona vont við það að ríkið eitt sitji að ákveðinni þjónustu?

Þegar þetta er skrifað er árið 2001 og svona menn ganga lausir á Íslandi.

85 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33