« Lengi lifi kreppan og vinstir grænir!!! | Aðalsíða | Spennandi próflestur »

Ísland

desember 07, 2001

Það er nokkuð skrítið að það eru ekki nema fimm dagar þangað til að við Hildur förum heim. Við höfum verið hérna alveg síðan annan janúar. Ég hef lítið verið heima á Íslandi síðustu ár, en samt hef ég bara einu sinni áður verið svona lengi erlendis í einu.

Síðasta vikan hérna verður strembin. Ég er að fara í próf á mánudag, þriðjudag og fimmtudag, auk þess, sem ég á eftir að skila inn félagsfræðiritgerð. Síðasta prófið, sem er hagfræði er búið á fimmtudag klukkan 11. Þrem tímum síðar eigum við svo flug til Boston, þaðan sem við eigum flug til Keflavíkur.

Allavegnaa, þá er okkur farið að hlakka til að koma heim um jólin. Hildur ætlar að sofa og verlsla í fríinu, en ég verð sennilega að vinna eitthvað í vefmálum. Samt ætla ég að vinna minna heldur en um síðustu jól, en þá vann ég alla dagana frá 8-10 um kvöldið.

Einar Örn uppfærði kl. 22:50 | 153 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?