« Endasprettur | Aðalsíða | Jón Baldvin og bandaríska leiðin »

Komin heim

desember 17, 2001

Við Hildur komum heim á föstudagsmorgun. Allir búnir að spyrja okkur hvernig það sé að vera komin heim. Mér finnst það bara fínt.

Síðasta prófið var allt í lagi. Við flugum svo til Boston, þar sem við biðum í fjóra tíma (á leiðinlegasta flugvelli í heimi) og síðan flugum við heim.

Helgin var bara fín. Ég var reyndar svo þreyttur á föstudeginum að ég nennti ekki að gera neitt eða hringja í neinn. Ég var náttúrulega ekkert búinn að sofa síðustu daga vegna próflesturs. Á laugardag fórum við Hildur svo í nýju Kringluna, sem var bara fín. Um kvöldið fór ég svo með vinunum á djammið. Eftir að hafa drukkið jólabjór heima hjá Borgþóri og Björk fórum við á ball með Sálinni. Já, á ball með Sálinni enda er ég (einsog allir vita) gríðarlega mikill Sálaraðdáandi. Þetta var víst jólaball hjá RU...

Það er svo langt síðan ég skrifaði um eitthvað á Íslandi, þannig að ég veit ekki hversu mikið ég á að segja. Mér finnst það allt í lagi að vera að skrifa um vini mína í Bandaríkjunum, því það þekkja þá engir. En það er öðruvísi hér heima.

Einar Örn uppfærði kl. 12:40 | 191 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?