« desember 30, 2001 | Main | janúar 04, 2002 »

PC myndaalbúm

janúar 03, 2002

Mig vantar gott forrit til að búa til myndaalbúm fyrir vefinn á PC. Það þarf að hafa innbyggðan FTP stuðning og möguleika á að breyta HTML kóða, svo maður geti búið til sitt eigið útlit.

Ég á nokkuð gott forrit á Makkanum mínum en mig vantar sniðugt forrit fyrir PC. Það má alveg kosta eitthvað. Einhverjar tillögur??? Sendið mér endilega póst.

Uppfært: Ég fann mjög gott myndaalbúmaforrit, sem hægt er að stilla á alla vegu og bæta inn HTML. Þetta er alger snilld, heitir Express Thumbnail Creator 1.4 og fæst hér.

93 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Gleðilegt Ár

janúar 03, 2002

Takk fyrir það gamla og allt það.

Vonandi heldur maður áfram að nenna að skrifa á netið, því það er nokkuð spennandi ár framundan hjá mér. Vonandi útskrifast maður úr háskóla og fer svo á mikið ferðalag.

37 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33