« MacWorld | Aðalsíða | Liverpool...???? »

Land hinna frjálsu...

janúar 09, 2002

Við Hildur erum komin aftur hingað út til lands hinna frjálsu, heimili hinna hugrökku, einsog segir í laginu.

Við komum hingað til Chicago á sunnudaginn. Áttum reyndar að koma á laugardag, en fluginu okkar frá Íslandi var frestað, þar sem veðrið í Keflavík var geðveikt. Við þurftum því að eyða fimm klukkutímum í leiðinlegustu flugstöð veraldar (þar sem eini maturinn, sem boðið er uppá eru Júmbó samlokur og kleinur).

Við flugum svo til Boston, þar sem við gistum á Hilton flugvallarhótelinu í boði Flugleiða.

Síðan að við komum erum við búin að vera að koma okkur fyrir hérna. Erum búin að fara í fyrstu tímana og kaupa alltof dýrar skólabækur. Mér líst bara nokkuð vel á önnina, sem er framundan.

Einar Örn uppfærði kl. 00:33 | 120 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?