« janúar 18, 2002 | Main | janúar 22, 2002 »

Persónulegt íþróttamet (Liverpool, Bulls, Bears, Northwestern, Patriots)

janúar 21, 2002

Ég veit ekki alveg hvort ég hafi sett persónulegt met í íþróttaglápi. Allavegana horfði ég í gær á 5 íþróttaleiki. Geri aðrir betur.

Dagurinn byrjaði klukkan 11 en þá horfði ég hérna heima á Liverpool-Southampton. Þar sem Liverpool leikir valda meiriháttar þunglyndi hjá mér þessa dagana hætti ég að horfa á leikinn eftir um klukkutíma og skipti yfir á NBC, þar sem verið var að sýna Chicago Bulls-Wizards. Endurkoma Jordan og allt það.

Í hálfleik fór ég yfir til Dan vinar míns, þar sem nokkrir strákar voru samankomnir. Við byrjuðum á að horfa á seinni hálfleikinn á Bulls-Wizards, sem er by the way, lélegasti körfuboltaleikur, sem ég hef séð.

Eftir Bulls-Wizards var það svo aðalleikur dagsins. Síðustu daga hefur ekki verið fjallað um neitt annað en Bears fóltboltaliðið hérna í Chicago. Þeir voru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í 10 ár og var eftirvæntingin ótrúleg. EN, þeir töpuðu fyrir Philadelphia Eagles.

Eftir þennan leik var ég orðinn það þunglyndur að ég ákvað að fara heim.

Eftir smá tíma gat ég þó ekki gert annað en að kveikja á sjónvarpinu til að sjá hvernig Northwestern körfuboltaliðinu var að ganga. Og viti menn, þeir voru að taka Iowa í nefið. Jessss!!! Ég horfði því á þann leik.

Þegar sá leikur var búinn skipti ég svo yfir á annan NFL leik, en þá voru Oakland-New England að spila. Ég hélt með New England, víst Bears voru dottnir út. Og viti menn, New England Patriots unnu og þunglyndið mitt lagaðist alveg.

248 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33