« janúar 30, 2002 | Main | febrúar 03, 2002 »
Mogginn og snjór
Í gær þegar ég kom heim úr skólanum var enginn snjór úti.
Í morgun þegar ég fór út og sótti blaðið mitt var 20 cm. lag af snjó á götunni. Ég hugsaði með mér:
1. Í nótt hefur snjóað
2. Mikill lúxus er það að á Íslandi kemur Mogginn inn um lúguna.
Á hraðri uppleið
Fyrir nokkrum dögum fékk ég í pósti bréf frá Financial Times. Þar segir:
As a global business executive, you have been selected to receive a risk-free trial subscription to the Financial Times
Vááá, "global business executive". Það munar ekki um það. Síðast þegar ég vissi var ég bara hagfræðinemi. Ég er greinilega á hraðri uppleið.
Annars skil ég ekki alveg hvers vegna ég er á lista hjá þeim. Ég virðist fá einstaklega mikinn póst frá alls konar fjármálatímaritum, svo sem Forbes, Business Week, Investor News Daily o.fl. Mig grunar að það sé vegna þess að ég hef verið áskrifandi að Wall Street Journal og The Economist og annaðhvort þeirra blaða selji áskrifendalistann sinn til hinna ýmsu aðila. Þeir hjá Financial Times gera greinilega ráð fyrir því að allir, sem séu áskrifendur að slíkum blöðum hljóti að vera í einhverjum toppstöðum.
Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
- Gaui: Skál fyrir því, Einar minn! ...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33