« Alþjóðavæðing, þriðji hluti | Aðalsíða | NBA og Chicago »

Engin hagfræði!! Ég sé að

febrúar 13, 2002

Ég sé að síðustu sjö færslur fjölluðu allar á einn eða annan hátt um hagfræði. Kristján Ágúst snillingur kvartaði einmitt yfir því að á þessari síðu væri of mikið tal um hagfræði, þannig að ég ætla að hvíla mig aðeins á þeirri umræðu.

Allavegana, þá er ég lítið búinn að segja hvað við Hildur höfum verið að gera hérna undanfarna daga. Ætli ég fari ekki bara tvær vikur aftur í tímann. Þá um helgina fórum við á laugardagskvöldið í partí heim til Kate vinkonu okkar en hún átti afmæli. Ég var reyndar frekar rólegur, þar sem ég ætlaði að vakna snemma morguninn eftir og horfa á enska boltann (sem reyndar tókst ekki alveg). Ég var þó það rólegur að ég fór áður en að löggan kom. Þetta var nokkuð skrautlegt partí og tókst Hildi m.a. að fá fullt af fólki á dansgólfið. Ég lenti svo í samræðum við gaur frá Mexíkó, sem sagðist vera besti vinur trommuleikarans í Molotov.

Á sunnudeginum var svo náttúrulega Super Bowl og fór ég heim til Dan vinar míns. Þar var fullt af fólki, sem flest voru frá Boston svæðinu. Það var því geðveikt gaman að horfa á leikinn. Við náttúrulega borðuðum fullt af pizzu, snakki og drukkum nóg af bjór. Fagnaðarlætin í enda leiksins voru auðvitað gríðarleg og er Dan vinur minn ekki ennþá búinn að ná sér eftir leikinn.

Ok, um síðustu helgi var líka fjör. Við fórum í partí til Desi og Katherine, en þau bjuggu á dorminu, sem ég bjó í fyrsta árið mitt hér. Þetta var dálítið skrítið partí, þar sem ég var að hitta fullt af fólki, sem ég hafði ekki hitt eftir að ég flutti útaf dorminu. En allavegana var þetta mjög gaman, bjórtunna og læti. Endaði svo með því að löggan kom og bað fólk um að lækka tónlistina. Það vill reyndar svo skemmtilega að þessi tvö skipti, sem löggan hefur komið eru þau fyrstu, sem ég hef upplifað eftir að ég flutti hingað. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað sérstakt átak í gangi þessa dagana...

Einar Örn uppfærði kl. 05:00 | 341 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?