« febrúar 13, 2002 | Main | febrúar 22, 2002 »

The Onion

febrúar 20, 2002

Frábær fyrirsögn

Allavegana, í tíma í dag, þá benti einn vinur minn mér á þessa frétt úr nýjasta eintaki snilldarblaðsins The Onion.

Dog Keeps Iceland Awake All Night

REYKJAVIK, ICELAND— The nation of Iceland was tired and cranky Monday after being kept up all night by a howling dog. "People were complaining as far away as Seyhisfjórdhur," said President Ólafur Grimsson, brewing an extra pot of coffee. "The sound carries a long way up here." Grimsson said none of Iceland's 280,000 citizens were close enough to the dog—believed to have been stranded on an ice floe near Vestmannaeyjar—to throw a shoe at it.

Þú getur séð fréttina hér

109 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

NBA og Chicago

febrúar 20, 2002

Af einhverjum ástæðum byrjaði ég að halda með Chicago Bulls stuttu eftir að ég flutti hingað til Chicago.

Einu sinni héldu allir, sem ég þekki heima á Íslandi með Bulls, en ég efa að margir séu eftir í þeim aðdáendahópi. Ætli þeir styðji ekki flestir Lakers, eða segist vera hættir að fylgjast með körfubolta.

Allavegana, þá voru Bulls að standa í athyglsiverðum leikmannaskiptum við Indiana. Bulls fengu Jalen Rose og Travis Best en létu Indiana fá Brad Miller, Kevin Ollie, Ron Mercer (Yesss!) og þeirra besta leikmann, Ron Artest.

Aðal körfuboltasérfræðingar dagblaðanna hérna í Chicago eru mjög ósammála um skiptin.

Lacy Banks hjá Suntimes er óánægður.
Sam Smith hjá Tribune finnst þetta frábær skipti

Ég held að ég hallist frekar á þá skoðun að þetta verði góð skipti. Ég hef talsverða trú á Tyson Chandler og Eddie Curry og að þeir verði góðir leikmenn á næstu árum. Ég hef horft á einhverja 10-15 leiki með Bulls og ég held að eini leikmaðurinn, sem þeir kunni að sakna verði Artest.

Vonandi að þessi skipti verði upphafið að einhverju góðu.

178 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33