« febrúar 28, 2002 | Main | mars 03, 2002 »

Ben Folds

mars 02, 2002

Í kvöld erum við Hildur að fara að sjá snillinginn Ben Folds, en hann er að spila í The Vic, sem er sami staðurinn og við sáum Air og Sigurrós spila.

Við ætlum að kíkja á ítalskan stað þarna rétt hjá fyrir tónleikana og kíkja svo á einhverja bari á eftir.

52 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Tónleikar

Yo no quiero Taco Bell

mars 02, 2002

Partíið í gær var nokkuð skemmtilegt. Við sáum þegar við komum að fimm dollararnir (sem við borguðum fyrir bjórinn) voru til styrktar baráttu gegn Taco Bell. Partíið hét hvorki meira né minna en "Revolution Party". Baráttan gegn Taco Bell er tískufyrirbrygði meðal nokkurra vina minna, vegna þess að Taco Bell borgar þeim, sem tína tómata fyrir þá, afskaplega lág laun og er vinnuaðstæðunum líkt við þrælahald. Sennilega gott málefni, ég hef ekki kynnt mér það nóg. Ég á þó nokkuð auðvelt með að sniðganga Taco Bell, þar sem mér þykir maturinn þar hræðilega vondur.

Allavegana, þá var partíið fínt og allir voða hressir.

103 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Drukkið meðal sósíalista

mars 02, 2002

Ég og Hildur erum að fara í Co-op partí á eftir. Það er partí haldið í co-op húsinu, sem er stórt einbýlishús, þar sem um 30 vinstri-sinnaðir Northwestern nemendur búa. Þar búa m.a. tvær vinkonur mínar, sem kusu báðar Ralph Nader. Það er nokkuð furðulegt að flestir vinir mínir hér eru mjög róttækir. Heima á Íslandi var ég alltaf talinn meðal vinstrimanna í mínum vinahóp. Ég held að allir mínir bestu vinir (-1) heima séu hægrimenn. Hérna er ekki einn vinur minn repúblikani

Margar eftirminnilegustu stundir mínar hér í Bandaríkjunum hafa verið tengdar þessum Co-op partíjjum. Spurning hvort eitthvað gerist í kvöld. Þarna er allavegana alltaf nóg af ódýrum bjór og einhverjum punch, sem er búinn til með EverClear (95%).

Ég held mig bara við bjórinn. Það er alltaf tunna niðrí kjallaranum, þar sem svona sextíu manns eru vanalega samankomnir í fimmtíu gráðu hita. Uppi er svo einhver hljómsveit, sem spilar í einni stofunni. Svo er það skylda í bandarískum háskólapartíum að það sé að minnsta kosti ein stelpa ælandi inní eldhúsi eða inná baði.

177 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33